Saga - 1989, Page 39
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
37
Noregi" á hann almennt séð rétt eins við um framvindu mála í Dan-
mörku og Svíþjóð.
Valdatafl á Norðursjó
En það voru ekki bara verslun og viðskipti sem höfðu áhrif á fram-
gang kristninnar á Norðurlöndum, stjórnmálaástandið átti þar líka
drjúgan hlut að máli. Pað er því ekki úr vegi að staldra við og athuga
stjórnmálastöðuna í Norðursjávarríkjunum á þessum árum, því eins
og svo oft bæði fyrr og síðar var þá grunnt á því góða milli grannanna
við Norðursjó.
Allt frá upphafi víkingaaldar höfðu Svíar fyrst og fremst stundað
hernað og verslun í austurveg, á því svæði sem nú tilheyrir Sovétríkj-
unum. Norðmenn og Danir herjuðu hins vegar í vesturveg. Norð-
menn sóttu mest til írlands og Skotlands, en Danir til Englands og svo
til Frakklands og Niðurlanda. Bæði Norðmenn og Danir lögðu undir
sig landsvæði þar sem þeir herjuðu og settust þar að.
Eins og gefur að skilja var grunnt á því góða milli aðkomumann-
anna og heimamanna en stundum mynduðust þó bandalög milli vík-
inga og einstakra höfðingja úr hópi heimamanna. Víkingar áttust og
illt við innbyrðis, og bar mest á átökum Dana og Norðmanna. Pað lá
því beint við, að Engilsaxar aðstoðuðu Norðmenn við að berja á Dön-
um og írar styddu Dani til árása á Norðmenn.5 Að sjálfsögðu var þetta
ekki einhlítt. Þegar leið á 10. öld börðust Norðmenn á írlandi oft inn-
byrðis, og þegar Dyflinnarvíkingar fóru að skipta sér af málefnum
Jórvíkur snerust Engilsaxar til varnar og herjuðu á þá.
Veldi Dana stóð með mestum blóma um miðbik 9. aldar, en þá réðu
þeir löndum beggja vegna Norðursjávar, og má með sanni segja, að
Norðursjór hafi á þessum árum verið danskt innhaf. Pótt Elfráður ríki
og eftirmenn hans, á síðari hluta 9. aldar, lækkuðu mesta rostann í
Dönum, voru þeir samt sem áður annað af tveimur voldugustu ríkj-
um við Norðursjó. Næstu 100 árin einkenndust svo af átökunum milli
þessara tveggja ríkja, Englands og Danmerkur, um yfirráð á þessum
slóðum, eða allt þar til Knútur riki náði völdum í Danmörku, Noregi
og í Englandi 1014-35.
Önnur ríki við Norðursjó urðu að láta sér lynda aukahlutverk í
5 Brendsted, bls. 57.