Saga - 1989, Síða 41
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
39
stjórn, leitaði hann eftir bandalagi við Engilsaxa. Peir þurftu líka að
tryggja sig fyrir árásum að norðan og varla fannst betra ráð til þess en
að ná vináttu hins nýja herkonungs í Noregi.
í Heimskringlu er kímileg frásögn af þeim hrekkjabrögðum sem þeir
Haraldur og Aðalsteinn Englandskonungur beittu hvor annan meðan
þeir voru að ná samkomulagi sín á milli.6 Ástæðulaust er að taka
þessa frásögn of hátíðlega, en hún gæti þó bent til þess, að ekki hafi
gengið of vel að ná samkomulagi þó ekki verði í fljótu bragði séð hvað
stóð í veginum. Hitt er ljóst, að Haraldur sendi Aðalsteini konungi
yngsta son sinn, Hákon, sem gísl til að tryggja að hann stæði við sam-
komulagið.
Verið getur að trúmálin hafi eitthvað flækst fyrir þeim, og einnig
má vera, að Engilsöxum hafi þótt of mikil dönsk áhrif við norsku hirð-
ina eins og síðar verður drepið á. Annars er lítið vitað um trú Haralds
hárfagra, en almennt mun gert ráð fyrir því að hann hafi verið heið-
inn. Ekki er þó loku fyrir það skotið, að hann hafi verið undir ein-
hverjum kristnum áhrifum því hann lét son sinn, Eirík blóðöx, fara að
öðrum syni sínum, Rögnvaldi réttilbeina, sem var konungur á Haða-
landi og brenna hann inni ásamt 80 mönnum.7 Rögnvaldur þessi var
grunaður um galdur. Óvíst er hvort þessi tilgáta á við nokkur rök að
styðjast, og eru fleiri hugmyndir uppi um orsakir þessa voðaatburðar.
Hermann Pálsson hefur sett fram þá tilgátu, að þarna skíni í gegn
fornar sagnir um innbyrðis trúarbragðadeilur ásatrúarmanna í Nor-
egi.8 Einnig má benda á, að galdri, sem gjarnan tengdist Óðinsdýrk-
un, fylgdu mjög hvimleiðir fylgikvillar og aukaverkanir, svo sem ergi,
sem jafnt heiðnir menn sem kristnir höfðu hina mestu skömm á.
Sennilegast er þó að Eiríkur blóðöx hafi einfaldlega verið að ryðja ein-
um keppinauta sinna úr vegi og orsakir brennunnar hafi því verið
pólitískar.
En veldi Engilsaxa stóð ekki bara traustum fótum hernaðarlega.
Konungar þeirra voru ekki síðri stjórnmálamenn og diplómatar. Þeir
virðast helst hafa kosið að beita diplómatískum aðferðum til að
tryggja ríki sitt þótt þeir hikuðu ekki við að beita hervaldi ef nauðsyn
krafði.
Það hefur löngum verið siður hjá yfirstéttum að tryggja sér banda-
6 Heimskringla I, bls. 143-45.
7 Sama rit, bls. 138-39.
8 Hermann Pálson. Uppruni islenskrar menningar, bls. 189.