Saga - 1989, Page 43
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
41
menn með giftingum. Konungar tryggðu sér einnig bandamenn með
því að fóstra syni hver annars. Til að mynda var Hákon Aðalsteins-
fóstri ekki eini erlendi konungssonurinn við ensku hirðina meðan
Aðalsteinn var við völd. Þar voru einnig sonur Konstantíns Skotakon-
ungs og Lúðvík d'Outremer, síðar hinn fjórði af Frakklandi. Sonur
Konstantíns hefur vafalaust verið þarna til að tryggja norðurland-
amæri Englands, en dvöl Lúðvíks átti sér aðrar og óskyldar ástæður.9
Varðandi þá atburði, sem næst verður sagt frá, er rétt að taka fram,
að óljóst er hvaða ár þeir gerðust eða hversu langan tíma atburðarásin
tók. Pað er um tólf ára munur á því hvenær engilsaxnesku annálarnir
telja þessa atburði hafa gerst og því sem íslenskar heimildir segja, en
þeir fyrrnefndu eru taldir áreiðanlegri. Að vísu skiptir það ekki ýkja
miklu máli fyrir þessa frásögn, en gerir þó atburðarásina flóknari og
óljósari en hún þyrfti að vera.
Er Haraldur hárfagri tók að eldast fékk Eiríkur sonur hans sífellt
meiri völd, og eftir að Haraldur dó var Eiríkur einn konungur yfir
Noregi. Hann hafði látið drepa þá bræður sína og frændur, sem ekki
voru látnir af öðrum orsökum, að Hákoni Aðalsteinsfóstra undan-
skildum. Um svipað leyti urðu konungaskipti í Englandi, Aðalsteinn
konungur dó og Játmundur bróðir hans tók við völdum, og síðar kom
svo þriðji bróðirinn, Játráður, til ríkis.
Ekki hafði Eiríkur blóðöx setið lengi að völdum í Noregi þegar Há-
kon bróðir hans birtist með fríðu föruneyti og rak hann úr landi. Ei-
ríkur hafði þá aðeins ríkt einn í eitt til tvö ár og með föður sínum í
þrjú til fjögur ár eftir því sem heimildir segja. Norrænar heimildir
greina frá því, að Hákon hafi brotist til valda í Noregi með tilstyrk
Engilsaxa, en Eiríkur hafi - eftir að hann var rekinn frá völdum - farið
til Jórvíkur og ríkt þar á vegum sömu aðila.10 Margt orkar tvímælis í
þessari frásögn. Hvernig stendur á því að Engilsaxar byrja á að styðja
Hákon til valda í Noregi, en taka síðan hinn brottrekna Eirík upp á
sína arma? Varla hafa þeir getað búist við því að hann héldi fullum
trúnaði við þá eftir slíka meðferð. Hér hlýtur eitthvað að hafa skolast
til.
Það er ljóst af engilsaxneskum heimildum, að Eiríkur var alls ekki
við völd í Jórvík með samþykki Engilsaxa, heldur gerði hann innrás
9 Heimskringla I, neðanmálsgrein bls. 145-46. Encyclopedia Britannica 14, bls. 336. (Sjá
grein um Lúðvík hinn fjórða.)
10 Heimskringla I, bls. 150-53.