Saga - 1989, Page 44
42
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
og braust til valda, enda kom það í hlut engilsaxneska hersins að reka
hann í burtu.11 Þetta skýrist allt ef haft er í huga, að Gunnhildur,
drottning Eiríks konungs, var hvorki finnsk eða samísk galdranorn
eins og segir í Heimskringlu, heldur hvorki meira né minna en dóttir
Gorms hins gamla Danakonungs, eins og segir í Historia Norvegiæ.12
Líklega hefur verið stofnað til hjónabands þeirra Gunnhildar og Ei-
ríks í tengslum við einhverja samninga milli Dana og Norðmanna á
fyrri hluta 10. aldar. Öllum heimildum ber saman um, að Gunnhildur
hafi haft sitt að segja um stjórn ríkisins og þá væntanlega jafnt í utan-
sem innanríkismálum. Engilsöxum hefur því þótt sem hagsmunum
sínum í Noregi væri ógnað þegar Eiríkur komst þar til valda. Þeir
vildu tryggja, að í Noregi væri við völd þjóðhöfðingi sem væri þeim
vinsamlegur. Því kröfðu Engilsaxar Hákon fósturlaunanna og sendu
hann ásamt ensku málaliði til Noregs til að tryggja hagsmuni sína og
viðhalda utanríkisstefnu Haralds hárfagra. Þarna er því fundin
skýringin á því hvers vegna Hákon réðst í það stórvirki að ráða Noreg
undan afarmenninu Eiríki blóðöx.
Það er samdóma álit manna, að Eiríkur hafi verið búinn að baka sér
fádæma óvinsældir í Noregi, þegar hann hrökklaðist bardagalaust úr
landi eftir skamman feril sem stjórnandi. í Heimskringlu segir, að Ei-
ríkur hafi farið til Orkneyja, safnað þar liði og ráðist síðan inn í Norð-
imbraland,13 en í öðrum heimildum er gert ráð fyrir því að hann hafi
farið strax til Englands að vinna sér ríki.
Jafnvel þótt Norðimbrar hafi um þetta leyti verið í uppreisnarhug
gegn Játráði konungi og þó svo að Eiríkur hafi safnað liði í Orkneyj-
um, þá verður innrás í Norðimbraland undir þessum kringumstæð-
um ekki flokkuð undir neitt annað en feigðarflan. Þessi ótrúlega frá-
sögn var borin á borð fyrir lesendur, vegna þess að höfundar þeirra
rita sem hana nota, vissu ekki að Gunnhildur var dönsk. Ef við hins
vegar göngum út frá því, liggur í augum uppi að þau Eiríkur hafa far-
ið fyrst til Danmerkur eins og segir í Ágripi,14
Það er því óneitanlega margt sem bendir til þess að Norðimbra-
landsleiðangur Eiríks eigi sér fleiri orsakir en valdamissi hans í Nor-
11 Anglo-Saxon Chronicle I, bls. 213-16. II, bls. 90-91.
12 Historia Norvegiæ, bls. 29.
13 Heimskringla I, bls. 152.
14 Ágrip, bls. 6-7.