Saga - 1989, Page 46
44
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
lét gera var að samræma helgidagahald Norðmanna helgidagahaldi
kristinna manna, og eru engar heimildir til um að menn hafi snúist
gegn því.
Við undirbúning hinnar nýju löggjafar þurfti konungur án efa að
hitta marga og ráðfæra sig við þá, og hefur hann væntanlega notað
þau tækifæri og lagt að mönnum að taka kristna trú. Ekki verður bet-
ur séð en honum hafi orðið allvel ágengt í fyrstu atrennu, ýmsir vina
hans tóku trú en aðrir hættu blótum til að geðjast konungi og vegna
vinsælda hans.16
Líklegt er, að margir sem áður höfðu primsignast, hafi nú stigið
skrefið til fulls og tekið kristni. Aðrir sem veikir voru orðnir í trúnni á
hina fornu guði hafa svo sennilega látið primsignast og hætt blótum.
Þegar Hákon taldi sig orðinn nógu traustan í sessi sendi hann eftir
biskupum og prestum til Englands og lét vígja kirkjur.17
Varla hefur Hákon lagt upp í Noregsförina án þess að hafa í hópn-
um presta til að sálusorga ensku málaliðana sem voru kristnir. Hins
vegar þurfti Hákon á biskupi að halda ef hann ætlaði að reisa og vígja
kirkjur.18
Einu kirkjurnar, sem vitað er með nokkurri vissu að Hákon lét
byggja, voru á Norðmæri og má af því merkja hve útbreidd kristnin
hefur verið orðin á hans dögum. Svo virðist sem Hákon hafi lagt
höfuðáherslu á trúboð í norðurhluta ríkis síns, kannski vegna þess að
ekki þurfti mikið fyrir trúboði að hafa í Víkinni og á Vesturlandinu.
Kirkjubyggingar Hákonar benda til þess, að þá þegar hafi kristni
verið búin að öðlast fastan sess svo norðarlega í Noregi. Engum heil-
vita manni dettur í hug að leggja út í mikinn kostnað við að reisa
kirkju í heiðnu samfélagi þar sem búast mátti við aðkasti frá íbúun-
um. Við sh'kar aðstæður er líklegra að kristnir menn hefðu látið sér
nægja að byggja litlar heimiliskapellur eða útbúið staði undir berum
himni þar sem hægt var að halda guðsþjónustur.
Hákon konungur taldi sig nú vera í stakk búinn að ráðast til atlögu
við heiðna menn í Þrændalögum, en það virðist hafa verið eini hluti
16 Heimskringla 1, bls. 166. Ágrip, bls. 7.
17 Heimskringla I, bls. 167.
18 f riti eftir Vilhjálm af Malmesbury er minnst á Sigefridus episcopus Noruegensis. Sumir,
m.a. Fridtjov Birkeli, hafa látið sér detta í hug að þetta sé biskup sá sem Hákon fékk
frá Englandi. Líklegra er þó að þetta sé Sigurður, biskup Ólafs helga. Sjá Heims-
kringlu 1, bls. 167, neðanmálsgrein.