Saga - 1989, Page 48
46
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
Rökrétt samhengi þeirra við það sem á eftir gerðist er þess eðlis að
þær geta varla verið hreinn tilbúningur.
Sigurður jarl var snjall stjórnmálamaður, leiðtogi Þrænda og jafn-
framt náinn vinur konungs. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að
þeir konungur þurftu hvor á öðrum að halda og annar gæti ekki án
hins verið. Það fór líka svo, að þegar Hákon konungur féll var liðs-
styrkur Þrænda víðsfjarri, og tveimur árum síðar var Sigurður jarl
allur.
Hákoni konungi varð þetta líka ljóst þegar hann stóð frammi fyrir
fyrsta herhlaupi Gunnhildarsona, en þá kom hann skilaboðum til
Þrænda, sem skunduðu á vettvang, og unnu þeir í sameiningu fræg-
an sigur á Gunnhildarsonum. Þeir Þrændir, sem mestan þátt höfðu
átt í því að neyða konung til blóta, voru að sjálfsögðu teknir í sátt.23
Líkiegt verður að telja að þeir konungur og jarl hafi gert með sér
einhvers konar samkomulag þess efnis, að konungur tæki formlega
þátt í blótum eða væri að minnsta kosti viðstaddur þau, en héldi trú
sinni að öðru leyti. Engar heimildir finnast um frekari trúarátök,
hvorki kirkjubrennur né hofbrot, þannig að óhætt er að álykta sem
svo, að kristnir menn hafi fengið frið í Noregi það sem eftir var af
valdatíma Hákonar Aðalsteinsfóstra. Ekki er heldur vikið að því að
konungur hafi skipt formlega um trú, þótt hann hafi eftir þetta verið
viðstaddur blót.
Heimildir greinir á um ástæður þess að Hákon hætti trúboði. Ágrip
segir, að hann hafi átt konu heiðna og hafi hún haft áhrif á hann og
hann látið undan lýðnum, en hélt þó sunnudaga og föstur.24 Þetta
kemur heim og saman við það að Hákon hafi breytt helgidagahaldi í
Noregi. í Historia Norvegiæ segir að hann hafi tekið hið veraldlega ríki
Noreg fram yfir ríki guðs og þjónað guðum en ekki guði.25 Theodoricus
munkur minnist ekki einu orði á trú Hákonar konungs.26
Því verður ekki á móti mælt, að trúboð Hákonar konungs koðnaði
niður í miðjum klíðum, en þar olli fleira en andstaða Þrænda eða að
konungur hafi ekki haft þrek til að standa gegn heiðindómi á eigin
heimili. Eins og áður sagði reyndi Eiríkur blóðöx að brjótast til valda
23 Heimskringla 1, bls. 173.
24 Ágrip, bls. 7.
25 Historia Norvegiæ, bls. 30.
26 Theodoricus, bls. 52-3.