Saga - 1989, Page 49
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
47
á Norðimbralandi á árunum 947-48 en varð að láta í minni pokann.
Sú tilgáta var viðruð hér að framan, að sá leiðangur hafi verið farinn
á vegum danskra aðila í þeim tilgangi að ná aftur fyrri ítökum Dana í
Englandi. Eiríkur gerði aðra atlögu að Norðimbralandi 952-54 en það
ævintýri endaði með því að hann féll. Ekki verður ráðið af heimildum
hvort bandalag Engilsaxa við Noreg átti einhvern þátt í að leiðangrar
Eiríks fóru út um þúfur, en hvort sem svo var eða ekki þá breyttu
Danir nú um baráttuaðferðir. Peir settu sér það forgangsverkefni að
rjúfa samband Englands og Noregs, en Noregur var tvímælalaust
veikasti hlekkurinn í vörnum Engilsaxa. Danir höfðu líka á að skipa
ákjósanlegum frambjóðendum í stöðu þjóðhöfðingja í Noregi, en það
voru Gunnhildarsynir, sem réttilega voru bornir til ríkiserfða í Nor-
egi, en áttu móðurætt í Danmörku. Sá her, sem Gunnhildarsynir
tefldu fram gegn Hákoni, var líka að mestu danskur og stjórnað af
dönskum herforingjum eins og síðar verður getið.
Hákon sá fljótlega að hann stæðist ekki Gunnhildarsonum og Dön-
um snúning án þess að hafa norsku höfðingjastéttina heila og óskipta
að baki sér. Pess vegna sló hann af ýtrustu kröfum í trúmálum og hélt
jafnt fylgi heiðinna manna sem kristinna.
Þessir pólitísku trúarbragðaloftfimleikar urðu líka þess valdandi að
eftir fall Hákonar konungs áttu vinir hans í stökustu vandræðum með
að ákveða eftir hvaða trúarforskriftum ætti að grafa hann. Er hann var
að dauða kominn var honum boðið að lík hans yrði flutt til Englands
og grafið í kristinna manna reit.27 Pví hafnaði Hákon og sagðist iðrast
vingulsháttar síns í trúmálum. í Ágripi er sagan sögð á svipaðan hátt
og þar er haft eftir konungi: „Ek em eigi þess verþr kvaþ hann, svá
lifþa ek sem heiþnir menn í morgo, skal mik ok fyr því svá iarþa sem
heiþna men. Vætti ek mér þaþan af meiri miskunnar af guðþi siálfom
en ek síá verþr."28 Samkvæmt frásögn Heimskringlu á hann að hafa
heitið að fara aftur til kristinna manna ef hann lifði en annars sagði
hann vinum sínum að grafa sig eins og þeim sýndist.29
Af þessum frásögnum má ráða að Hákon leit á það sem yfirbótar-
verk að vera grafinn að heiðnum sið. Kristnir höfundar vilja þó meina
að honum hafi hefnst fyrir að hætta trúboðinu.30
27 Fagurskinna, bls. 47. Ágrip, bls. 11.
28 Ágrip, bls. 11.
29 Heimskringla I, bls. 192.
30 Fagurskinna, bls. 32. Historia Norvegiæ, bls. 30.