Saga - 1989, Side 52
50
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
en eins og áður sagði var það ekki hin sterka hlið Gunnhildarsona,
heldur gengu þeir fram af alefli, brutu hof og spilltu blótum, en ekki
er þess getið að komið hafi til mannvíga.36 í Fagurskinnu er því bætt
við, að þeir hafi ekki neytt kristni upp á nokkurn mann og sá hafi ver-
ið kristinn sem það vildi en sá heiðinn sem það vildi.37 Aðrar heimild-
ir geta ekki um trú þeirra. Ef marka má þessar frásagnir, hafa þeir
bræður bannað hin ytri form og tákn heiðninnar, en lofað mönnum
að trúa því sem þeir vildu í einrúmi. En orsök þess, að ekkert varð úr
trúboði Gunnhildarsona, var ekki sú að þá skorti áhuga, heldur að
þeir fengu um annað að hugsa en trúmál, þegar á leið valdatíma
þeirra.
Hér hefur verið talið upp margt af því sem gerði þá bræður óvin-
sæla. Ef frá eru taldir utanaðkomandi þættir, eins og óáran og hallæri,
verður ekki séð að öðru verði um kennt en skorti á stjórnmálahæfi-
leikum. Hins vegar vantaði ekki hæfileika og atorku þegar her-
mennska var annars vegar. Herferðir þeirra bræðra voru síst tilkomu-
minni en leiðangrar föður þeirra, afa og föðurbræðra, og má sem
dæmi nefna Bjarmalandsför Haralds gráfelds.3S Vandinn er bara sá, að
við vitum minna um herferðir þeirra en annarra ættmenna þeirra, sér
í lagi þær sem vel heppnuðust, en meira um það síðar.
Vera má, að það hafi kynt undir andúð á Gunnhildarsonum, að
menn hafi talið þá útsendara Danakonungs. Sé svo voru þeir bræður
hafðir fyrir rangri sök. Það má vera, að í úrslitaorrustunni við Hákon
konung hafi her þeirra að miklu leyti verið skipaður Dönum og her-
foringinn danskur að ætt, Eyvindur skreyja, eða svo segir Eyvindur
skáldaspillir í vísu sem ekki er ástæða til að rengja.39 En Hákon frændi
þeirra gekk þannig frá málunum, að þeir þurftu ekki á aðstoð Dana að
halda til að ná völdum. Saxi hinn fróði segir meðal annars að Haraldur
gráfeldur hafi einungis greitt frænda sínum Haraldi Gormssyni skatt í
þrjú ár.40 Gunnhildarsynir hafa væntanlega litið svo á að þetta væri
einungis greiðsla fyrir útlagðan kostnað þeirra vegna og þeir væru
lausir allra mála að henni lokinni.
36 Heimskringla l, bls. 203.
37 Fagurskinna, bls. 52-3.
38 Heimskringla l, bls. 217.
39 Fagurskinna, bls. 40. í frásögn Heimskringlu af þessum atburðum er bent á að Danir
hafi verið fjölmennir í liði Gunnhildarsona. Heimskringla I, bls. 185.
40 Heimskringla I, bls. XCIV.