Saga - 1989, Page 65
STJÓRNMÁLAÁTÖK OG KRISTNIBOÐ
63
Kristni barst í upphafi til Norðurlanda með kaupmönnum, sem
stunduðu millilandasiglingar, en ekki með trúboðum. 1 fyrstu voru
engilsaxnesk áhrif allsráðandi, en þegar Danir misstu Danalög færð-
ust þeir inn á hugmyndafræðilegt yfirráðasvæði Saxa. f Noregi voru
áhrif kirkjudeildanna á Bretlandseyjum hins vegar allsráðandi frá
upphafi og fram á 11. öld.
Framgangur kristinnar trúar á Norðurlöndum mótaðist að verulegu
leyti af stjórnmálaaðstæðum við Norðursjó. Pó væri rangt að segja, að
stjórnmálaaðstæður hafi skipt sköpum fyrir viðgang kristninnar á
þessum slóðum, en þær gátu ýmist styrkt hana eða veikt. Yfirleitt
hittist þó þannig á, að þessar aðstæður á 10. öld styrktu kristna trú
frekar en hitt.
Kristnihald hér á landi mótaðist frá upphafi og allt fram á miðja 11.
öld af enskri og írskri kristni, en kristin áhrif komu ekki aðeins frá
Bretlandseyjum, heldur einnig frá Noregi. Kristnir menn hafa verið
meðal íbúa landsins allt frá fyrstu byggð, og bendir flest til, að kristni
hafi verið við lýði í einhverri mynd alla 10. öldina og ennfremur að
hún hafi verið mun öflugri og almennari en ritaðar heimildir gefa til
kynna. Aðgerðir trúboða á síðasta hluta 10. aldar og pólitískur þrýst-
ingur Noregskonunga nægja ekki til að skýra hvers vegna íslendingar
tóku þegjandi og hljóðalaust upp kristna trú á alþingi árið 1000.
Aftanmálsgreinar
1 í ævisögu skoska dýrlingsins heilags Cadroes er sagt frá því er hann kom til Jórvíkur
á árunum 940-42, hitti konunginn og hét sá Eiríkur. Þetta hefur þó varla verið Ei-
ríkur blóðöx, og kemur tvennt til. I fyrsta lagi kemur þetta ekki heim og saman við
þann tíma sem engilsaxnesku annálamir telja að Eiríkur hafi ríkt í Jórvík, og í öðru
lagi var kona þessa Eiríks skyld dýrlingnum. Vert er þó að geta þess að Saxi hinn
fróði segir að Þyrí, drottning Gorms hins gamla, hafi verið af enskum ættum og má
vera að ættir hennar hafi tengst skoskum höfðingjaættum. Rétt er því að hafa þann
möguleika í huga að Eiríkur blóðöx hafi ráðist inn í Norðimbraland á þessum árum
en staðið stutt við í það skiptið. Líklegast er þó að þetta sé einhver allt annar Eiríkur
og hafi verið landvarnarmaður Engilsaxa þótt hann beri norrænt nafn. Hugsanlegt
er að þessum tveimur Eiríkum sé mglað saman í íslensku heimildunum og af því
stafi nokkuð af misræminu milli tímatalsins í engilsaxnesku annálunum og
íslensku heimildunum. - Jón Jónsson prófastur. „Um Eirík blóðöx", bls. 187.
2 Árni Bjömsson setur fram þá tilgátu í bók sinni Jól á Islandi (bls. 52) að bændum hafi
mislíkað að konungur umgekkst þá ekki sem jafningja en það var siður meðal nor-