Saga - 1989, Page 70
68
ANNA AGNARSDÓTTIR
breska stjórnin í rauninni komið eins mikið til móts við kröfur hans og
unnt var miðað við aðstæður.
Byltingin 1809
Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp í stuttu máli aðdraganda
byltingarinnar 1809.7 Haustið 1807 gerðu Bretar stórskotaárás á Kaup-
mannahöfn og hertóku danska flotann. Varð það til þess að Danir
gengu í lið með Frökkum í Napóleonsstyrjöldunum. Breski flotinn
var allsráðandi í norðurhöfum og framfylgdi af hörku hafnbanninu á
Napóleon og bandamenn hans. Voru átján íslandsskip hertekin
sumarið og haustið 1807 og færð til hafnar á Bretlandseyjum. Var
þetta tæpur helmingur þeirra skipa, sem sigldu til íslands árið 1807.8
Fyrir milligöngu Sir Josephs Banks fengu nokkrir íslandskaup-
menn, sem höfðu verið um borð í herteknu kaupskipunum, leyfi til
að fara til London til að leggja mál sitt fyrir ríkisstjórnina og freista
þess að fá skipin Ieyst úr haldi. Meðal þeirra var hinn kunni Hafnfirð-
ingur Bjarni Sívertsen. Ferð kaupmannanna bar árangur og var öllum
kaupskipunum sleppt í júní 1808 með því skilyrði að þeir keyptu sér
bresk leyfisbréf, er heimiluðu þeim kaupsiglingar á milli fslands og
Danmerkur með viðkomu í breskum höfnum. Erfiðleikarnir við að
halda uppi verslun við ísland voru engu að síður það miklir, að ekkert
kaupskip sigldi til íslands sumarið 1808 og aðeins eitt kom um haustið.
f byrjun vetrar 1808-9 hittust þeir í London Bjarni Sívertsen kaup-
maður og Jörgen nokkur Jörgensen, sem verið hafði skipstjóri á
dönsku víkingaskipi (privateer), sem Bretar höfðu hertekið. Var Jörg-
ensen breskur stríðsfangi, en hafði leyfi til að ganga laus gegn dreng-
skaparheiti um að yfirgefa ekki England. Bjarni skýrði Jörgensen m.a.
frá því, að mikla tólg væri að finna á íslandi. Skömmu síðar hitti Jörg-
ensen fyrir tilviljun James Savignac, starfsmann hjá sápufyrirtækinu
Phelps, Troward og Bracebridge.9 Þetta fyrirtæki skorti mjög feiti til
sápugerðar. Jörgensen tjáði Savignac, að miklar tólgarbirgðir væru til
á íslandi og jafnframt gott færi til verslunar, þar sem landsmenn
skorti mjög ýmsan annan varning. Af þessu samtali spannst það, að
Phelps & Co. ákvað að leita leyfis fyrir verslunarleiðangri til íslands,
fyrst og fremst til tólgarkaupa. Veitti breska stjórnin þegar leyfisbréf
til fararinnar og svo mikill var ákafi sápufyrirtækisins, að Savignac var
umsvifalaust sendur til íslands á kaupskipinu Clarence þótt hávetur