Saga - 1989, Page 71
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
69
væri. í för með Savignac var og Jörgensen, sem hafði verið ráðinn
túlkur fyrir bresku kaupmennina. Clarence tók land í Hafnarfirði þann
12. janúar 1809. Samkvæmt dönskum lögum var íslendingum bannað
að versla við útlendinga, en bresku kaupmönnunum tókst að knýja
fram verslunarsamning þann 19. janúar. Þó að verslunin gengi treg-
lega um veturinn leist tvímenningum ákaflega vel á verslunarmögu-
leikana. Jörgensen hélt um vorið til Bretlands á ný, en Savignac varð
eftir til að gæta varningsins og bíða kauptíðarinnar í júní.
Að fenginni skýrslu Jörgensens ákvað Phelps & Co. að sækja um
leyfi til að senda tvö önnur skip til íslands um sumarið. Jafnframt
ákvað Samuel Phelps, aðaleigandi sápufyrirtækisins, að veita leið-
angrinum sjálfur forystu. Fór Phelps fram á herskipavernd og reynd-
ist það auðsótt. Bretum var meinað að versla við meginland Evrópu
vegna hafnbanns Napóleons og voru því bresk stjórnvöld afar áhuga-
söm um að finna nýja markaði. Var eitt af aðalhlutverkum breska flot-
ans að vernda verslun enskra kaupmanna. Eflaust hefur það einnig
haft sitt að segja, að Phelps hafði stuðning Sir Josephs Banks til farar-
innar.
í lok maí 1809, skömmu áður en verslunarleiðangur Phelps lagði úr
höfn, hélt herskipið Rover undir stjórn Francis Johns Notts skipherra frá
Leith áleiðis til íslands. Nott kom til Hafnarfjarðar þann 11. júní.
Savignac hafði þegar samband við hann og sagði farir sínar ekki
sléttar. Skömmu áður hafði stiftamtmaðurinn Trampe greifi komið til
Islands eftir tveggja ára dvöl í Danmörku. Hafði Trampe látið það
verða eitt fyrsta verk sitt að rifta verslunarsamningnum frá 19. janúar
og hengja upp auglýsingu, sem bannaði íslendingum að versla við
útlendinga að viðlagðri dauðarefsingu. Trampe hafði siglt til íslands á
kaupskipinu Orion, sem hann var nýbúinn að festa kaup á. Ætlaði
hann nú sjálfur að græða á verslun og kærði sig því lítið um sam-
keppni bresku kaupmannanna. Óskaði Savignac eftir aðstoð breska
herskipsins í þessu máli. Þar sem Nott hafði þau fyrirmæli að vernda
íslandsverslunina féllst hann á að koma Savignac til hjálpar. í krafti
hervalds síns neyddi hann síðan Trampe til samninga, og var versl-
unarsáttmáli, sem fól í sér frjálsa verslun milli fslands og Bretlands,
undirritaður þann 16. júní. Að svo búnu sigldi Nott á brott.
Kaupskip sápufyrirtækisins, Margaret and Ann og Flora, héldu frá
Bretlandi í byrjun júní. Hafði Phelps orðið sér úti um víkingaleyfi
(letter of marque) fyrir fyrrnefnda skipið. Þann 21. júní, fimm dögum