Saga - 1989, Qupperneq 73
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
71
kosti tómhentur til Englands. Phelps valdi fyrri kostinn og varð að
ráði að handtaka Trampe. Var það gert sunnudaginn 25. júní eftir
messu. Var Trampe fluttur um borð í Margaret and Ann og hafður í
haldi í þröngum klefa. í kjölfarið kom hins vegar upp það vandamál,
hver ætti að fara með stjórn landsins. Tók Jörgensen það hlutverk
góðfúslega að sér og stjórnaði af miklum eldmóði sem verndari alls
íslands og hæstráðandi til sjós og iands. Gekk enska verslunin nú
Ijómandi vel.
Pann 14. ágúst kom breska herskipið Talbot til Reykjavíkur. Hafði
það tekið við því hlutverki af Rover að vernda íslandsverslunina.
Skipherra var Alexander Jones. Leist honum alls ekki á stöðu mála í
Reykjavík. Hann komst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa kynnt sér
málið, að Phelps hafði með aðgerðum sínum ekki einungis brotið
bresk lög heldur einnig alþjóðalög. Taldi Jones fullvíst, að breska
ríkisstjórnin féllist ekki á valdarán sápukaupmannsins og ákvað því
að binda endi á stjórn Jörundar. Var þeim bræðrum Magnúsi, háyfir-
dómara í Landsyfirréttinum, og Stefáni Stephensen, amtmanni í
vesturamtinu, sem gengu Trampe næstir að virðingu í landinu, falin
yfirstjórn íslands til bráðabirgða. Var nú málsgögnum ákaft safnað af
öllum deiluaðilum.
Á meðan æðstu menn innlendir héldu veislu Jones til heiðurs, en
þeir litu á hann sem bjargvætt þjóðarinnar, sigldu skipin Margaret and
Ann og Orion frá íslandsströndum. Trampe var um borð í hinu fyrr-
nefnda sem stríðsfangi Phelps ásamt ritara sínum, Jörgen Flood.u
Hinu skipinu, Orion, kaupskipi Trampes, sem Phelps hafði kastað
eign sinni á, stýrði hinn sjóvani Jörgensen. Hooker segir, að útlend-
ingarnir hafi flestir verið fegnir að yfirgefa landið, þar sem dvölin í
Reykjavík hafði verið heldur óskemmtileg sakir stjórnmálaóeirða og
verslunaróhappa.12 Það bar til tíðinda á leiðinni, skammt út af
Reykjanesi, að kviknaði í Margaret and Ann. Jörgensen kom skipinu til
hjálpar og var öllum bjargað um borð í Orion, en skip Phelps sökk í sæ
ásamt dýrmætum farmi. Var þá snúið aftur til Reykjavíkur. Pegar
þangað var komið bauð Phelps Trampe frelsi, en stiftamtmaður hafn-
aði því tilboði, þar sem hann vildi fyrir alla muni komast til Englands
til að kæra byltinguna og leggja málið fyrirbresku ríkisstjórnina. Fékk
nú Trampe far með herskipinu Talbot. Hans Wölner Kofoed, sýslumað-
ur í Kjósarsýslu,13 og Bjarni Sívertsen14 fóru einnig með til að bera
vitni.15