Saga - 1989, Qupperneq 79
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
77
og voru skjölin send þangað með þeirri beiðni að utanríkisráðherr-
ann, George Canning, tæki þau til athugunar.39 Canning lét hins vegar
af embætti hálfum mánuði síðar, þann 11. október, og finnast engin
merki þess, að hann hafi beitt sér í þessum efnum. Kom því til kasta
eftirmanns hans, Bathursts jarls, að taka valdaránið til athugunar. Jarl
þessi var síður en svo ókunnugur íslandsmálum. Fyrr á árinu, þegar
hann gegndi stöðu verslunarmálaráðherra, hafði hann nefnilega mót-
tekið bréfið frá íslandsvininum Banks, þar sem lagt var til, að Phelps
yrði látinn innlima ísland í Bretaveldi, en stjórnvöld höfnuðu því til-
boði.40
Pann 6. nóvember Iagði Trampe kæruskjal sitt fyrir Bathurst
lávarð.41 Var umfjöllun Trampes mjög ýtarleg og studd mörgum fylgi-
skjölum. Stiftamtmaðurinn fyrrverandi var afar þungorður í garð
byltingarmanna eins og við mátti búast. Var greifinn m.a. mjög ósátt-
ur við þá meðferð, sem hann hafði mátt þola um borð í skipinu Marg-
aret and Ann þessar níu vikur, sem hann varð að dúsa þar innan um
enska sjómannaskrílinn.42 Að mati Trampes var byltingin á íslandi
alveg einstök í sögu mannkyns svo hryllileg hafði hún verið. „This
kind of proceeding, this ma.mer of revolutionizing, and severing a
people from their Iawful pnnce is without example in all the revolu-
tions which history records", tjáði hann ráðherra.43 í lok kæruskjals-
ins bar Trampe fram fimm kröfur: í fyrsta lagi fór hann fram á, að
Samuel Phelps og John Liston, skipstjóri á Margaret and Ann og þar
með fangavörður Trampes, yrðu framseldir til íslands, þar sem þeir
yrðu leiddir fyrir rétt. Stiftamtmaður gerði sér þó grein fyrir því, að
ólíklegt væri, að bresk stjórnvöld féllust á þessa kröfu. Gerði hann
því þá varakröfu, að þeir yrðu dregnir fyrir dóm í Bretlandi. f öðru
lagi vildi hann fá Jörgensen („a malefactor and felon") framseldan, en
greifinn hugðist flytja verndara íslands til Danmerkur, þar sem hann
yrði leiddur fyrir rétt sem landráðamaður. í þriðja lagi krafðist hann
þess, að Phelps yrði strax látinn greiða þá hátt í 20.000 ríkisdali, sem
hann hafði viðurkennt að hafa hrifsað til sín á íslandi, að viðbættum
fjögur prósent vöxtum. 1 fjórða lagi ættu þeir íslendingar, sem töldu
sig hafa verið beitta órétti af Phelps eða skósveinum hans, að fá tæki-
færi til að undirbúa skaðabótamál á hendur breska kaupmanninum.
Síðast en ekki síst bað Trampe um, að samningur yrði gerður milli
Englands og íslands á grundvelli samningsins, sem hann hafði gert
við Nott þann 16. júní, þar sem hlutleysi íslands í ófriðnum yrði