Saga - 1989, Side 81
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
79
viðurkennt og samskiptum ríkjanna komið á traustan grundvöll. í
ljósi atburðarásarinnar fyrr um sumarið er þessi síðasta krafa Tramp-
es einkar athyglisverð. í júní 1809 hafði hann bannað íslendingum að
versla við Breta að viðlagðri dauðarefsingu. Nú bað hann bresk
stjórnvöld um verslunarsamning við Breta. Trampe átti auðvitað ekki
aðra kosti. Ástandið var þannig, að íslandsverslunin gat einfaldlega
ekki þrifist án stuðnings Breta.
Fyrstu viðbrögð Bathursts lávarðar við kærunni voru að boða Sam-
uel Phelps á sinn fund og óska skýringa. Pað torveldar nokkuð að
gera grein fyrir gerðum Phelps, að skýrslur hans til utanríkisráðu-
neytisins hafa ekki fundist í breska þjóðskjalasafninu, Public Record
Office.44 Þó er ljóst, að Phelps var ekki ánægður með þá skýrslu, sem
hann sendi stjórnvöldum. Telur hann, að skýrsla sín hafi þótt léttvæg
í samanburði við ýtarlega skýrslu Trampes.45 Par sem skýrslur Phelps
frá þessum mánuðum hafa glatast auk dagbókar, sem hann sagði
Jones skipherra, að hann hefði haldið,46 verður að miklu leyti að
styðjast við þá lýsingu, sem er að finna í kafla í bók hans, sem út kom
í London árið 1817. Phelps segir þar, að vel hafi farið á með þeim Bat-
hurst jarli.47 Hann hafi útskýrt fyrir ráðherranum, að hann hefði
hreinlega neyðst til að handtaka Trampe til að verja líf sitt og eignir.48
í bréfi, sem hann skrifaði Banks í nóvember 1809, sagði hann, að
handtaka Trampes hefði verið örþrifaráð, sem hann neyddist til að
grípa til.49 Svipað hafði hann reyndar sagt Jones í ágústmánuði á ís-
landi.50
Bathurst lávarður virðist ekki hafa komist mikið lengra í málinu en
að yfirheyra Phelps, enda var hann ekki lengi í embætti utanríkisráð-
herra. 1 desember 1809 tók Wellesley markgreifi við embætti utanríkis-
ráðherra og þá fóru hjólin að snúast51. Mun það eflaust koma bresk-
um sagnfræðingum á óvart, þar sem Wellesley, sem þó var einn
bræðra hertogans af Wellington, þykir hafa verið meðal allra duglaus-
ustu utanríkisráðherra Bretlands.52 Er það reyndar ekki hvað síst fyrir
tilstuðlan Sir Josephs Banks, að eitthvað var gert í málinu, eins og nú
verður rakið.