Saga - 1989, Blaðsíða 82
80
ANNA AGNARSDÓTTIR
Þáttur Banks
Það má eiginlega segja, að Banks hafi tekið að sér rannsókn málsins
einn síns liðs a.m.k. fyrst í stað. Miðað við stöðu hans í stjórnkerfinu
sem eina sérfræðingsins í málefnum íslands og þann áhuga, sem bar-
óninn hafði haft á íslandi alla tíð frá 1772, þegar hann heimsótti
ísland, kemur það í sjálfu sér ekki á óvart. Hins vegar var hann sjálfur
flæktur í málið. Hann hafði hvatt Phelps til fararinnar og mælt með
Jörgensen sem fararstjóra.53 Hafði hann einnig mælt með Phelps við
gamlan vin sinn, Ólaf Stephensen, sem varð til þess að stiftamtmað-
urinn fyrrverandi hélt dýrlega veislu á heimili sínu í Viðey honum,
Jörgensen og Hooker til heiðurs.54
Nú hafði Banks borist bréf frá Magnúsi Stephensen, þar sem stjórn
Jörgensens var lýst sem ofbeldissinnaðri harðstjórn.55 Magnús var
afar harðorður í garð verndara íslands (t.d. „the betrayer Jörgen-
sen . . . detested and hated of every good citizen" og „shameful trai-
tor"). Varaði hann Banks við að trúa frásögnum Phelps og Jörgen-
sens. Hann lofaði hins vegar athafnir Jones skipherra, sem batt endi
á byltinguna. Óskaði hann þess, að Banks hlutaðist til um að ísland
fengi að njóta hlutleysis í stríðinu, að verslunin yrði óhindruð, nyti
verndar breskra stjórnvalda og að fleiri vörur yrðu sendar frá Bret-
landi til íslands. Jafnframt hafði Trampe heimsótt Banks í London og
farið vel á með þeim. Banks þóttist hafa kannað hvort nokkur fótur
væri fyrir því, að Trampe væri njósnari, eins og Phelps hafði ásakað
hann um að vera, og komist að þeirri niðurstöðu að því færi fjarri.
Stiftamtmaðurinn væri hinn mesti sómamaður, hæglátur, vel
menntaður, hófsamur, skynsamur og hæfileikaríkur, eins og hann
lýsti honum fyrir vini sínum, hermálaráðherranum Liverpool lávarði.56
Magnús Stephensen og Trampe voru helstu heimildarmenn Banks
um byltinguna.57 Því kemur varla á óvart, að afstaða Banks til bylting-
arinnar varð fljótlega afar neikvæð. Rétt er þó að geta þess, að Banks
reyndi að afla sér sjónarmiða byltingarmanna. Þann 12. október sendi
Banks bréf til Phelps með beiðni um skýrslu. Phelps, sem svaraði ekki
bréfinu fyrr en 29. nóvember, taldi sig hins vegar ekki geta sent hon-
um skýrslu að svo stöddu vegna viðkvæmrar stöðu mála.58 Hann
benti þó Banks á, að hann hefði sent skýrslu til utanríkisráðuneytis-
ins.59 Jörgensen sendi Banks frásögn „for your own private amuse-
ment and inspection", en sem fangi átti hann annars erfitt með að