Saga - 1989, Side 83
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
81
koma sjónarmiðum sínum á framfæri.60 Banks skrifaðist einnig á um
málið við Hooker, sem hafði verið með í ferðinni, þótt hann hefði ekki
tekið þátt i byltingunni.61
í desember tók íslandsvinurinn til við að semja hverja skýrsluna á
fætur annarri um þessi ódæðisverk („atrocities" eða „enormities"),
eins og hann kaus að kalla atburðarásina.62 í fyrstu gerði Banks enga
tilraun til að leita orsaka byltingarinnar og ekki var minnst á þátt
Trampes í að draga birtingu samningsins við Nott á langinn. Seinna
komst hann þó að þeirri niðurstöðu, að það sem hefði vakað fyrir
kaupmönnunum væri að geta keypt upptækar vörur danskra kaup-
manna á lágu verði.63 Að mati Banks var Jörundur helsti sökudólgur-
inn. Lagði Banks ávallt á það áherslu, að íslendingar, að fáeinum mis-
indismönnum undanteknum, hefðu ekki stutt byltinguna, „these
quiet people remained silent and suffering spectators of the strange
scene that was acted".64
Pessi neikvæða afstaða Banks skýtur skökku við þann áhuga sem
hann hafði sýnt á innlimun íslands í Bretaveldi allar götur síðan
1801.65 Skýringin kann að vera sú, að byltingin var alls ekki sú aðferð,
sem Banks hafði haft í huga. Það hafði alla tíð vakað fyrir honum að
hjálpa íslandi. Hann stóð í þeirri trú, að góðviljuð stjórn Breta væri
forsenda fyrir velmegun íslendinga. Banks hafði yfirleitt verið tals-
maður friðsamlegrar innlimunar að ósk íslendinga sjálfra. Atburðirn-
ir sumarið 1809 voru af allt öðrum toga. ísland hafði verið lýst sjálf-
stætt ríki og birtar auglýsingar, sem báru í mörgum atriðum óhugn-
anlegan keim af hugsjónum frönsku stjórnarbyltingarinnar. Banks,
sem hafði áður mælt með Jörgensen til íslandsfararinnar, var nú kom-
inn á þá skoðun, að Daninn væri hættulegur byltingarmaður, sem
hefði leyft sér að troða jakobínskri hugmyndafræði upp á saklausa og
fáfróða íslendinga. Viðhorf Banks koma skýrt fram í einni setningu úr
bréfi til Hookers:66
My mind is that Jörgensen is a bad man, Phelps as bad and
that Count Trampe is a good man, as good I mean as Danes are
when they are good which is by no means as good as a good
Englishman.
Hann hafði ennfremur orð á því við grasafræðinginn, að réttast væri
að hengja þá báða, sápukaupmanninn og túlk hans.67 Ofsi Banks í
garð byltingarmanna var því mikill og ekki er ólíklegt, að hann hafi
haft áhyggjur af hlutdeild sinni í málinu. Hann hafði sjálfur hvatt ráð-
6-SAGA