Saga - 1989, Page 84
82
ANNA AGNARSDÓTTIR
herrana Bathurst og Liverpool68 til að láta innlima ísland. Hann hafði
greitt fyrir för Phelps og Jörgensens til íslands. Hann hafði sent sinn
mann, Hooker, með þeim og hafði meira að segja innt þá eftir því í
apríl 1809, hvort þeir væru fúsir til að innlima ísland í Bretaveldi.
Banks vildi nú fyrir alla muni koma í veg fyrir, að slíkur atburður gæti
endurtekið sig. íslendingarnir yrðu að fá leiðréttingu mála sinna. Við-
unandi skipan yrði einnig að koma á verslunarmál íslendinga, eins og
bæði Trampe og Magnús Stephensen höfðu beðið um. í bréfi til
Liverpools ráðherra bauðst Banks til að finna lausn á samskiptavanda
íslands og Bretlands meðan á ófriðnum stæði. Pað sem vakti fyrir
honum var að koma til móts við ósk Trampes að:69
. . . put Iceland into such a state, as may in future protect the
good inhabitants from the oppression they have experienced
from Englishmen who were licensed to treat them as friends,
but in no shape authorised to interfere with the constituted
authorities.
Sem meðlimur trúnaðarráðsins og sérfræðingur ríkisstjórnarinnar í
íslandsmálum var Banks í góðri aðstöðu til að koma þessu í verk.
Tilskipunin frá 7. febrúar 1810
í fyrri hluta desember 1809 voru bæði utanríkisráðherrann og her-
málaráðherrann, lávarðarnir Wellesley og Liverpool, búnir að fá í
hendur greinargerð Banks um „this silly business", eins og Banks
orðaði það þá.70 Einnig hafði utanríkisráðuneytið undir höndum bréf
frá þeim bræðrum, Magnúsi og Stefáni Stephensen, frá því um
sumarið, þar sem þeir báðu Jones skipherra um að vernda verslun
íslendinga og virða Nott-Trampesamninginn frá 16. júní-.71 Frá sjón-
armiði stjórnvalda hefur það greinilega verið í hag allra, íslendinga,
danskra yfirvalda og breskra kaupmanna, að formlegur samningur
milli Bretlands og íslands yrði gerður. Var Banks falið að undirbúa
slíkan samning.72
Á Þorláksmessu 1809 skýrði dagblaðið Times frá því í leiðara, að
ráðherrar hans hátignar hefðu tekið íslandsmálið svokallaða til
afgreiðslu. Mundi tilskipunin birtast í lögbirtingarblaðinu (Gazette) þá
um kvöldið. í afstöðu ríkisstjórnarinnar hefðu mannúðarsjónarmið
verið höfð að leiðarljósi. Ákvörðun hennar yrði til hagsbóta vesalings
íbúum þessara köldu svæða („frozen regions") og myndi sýna fram