Saga - 1989, Qupperneq 86
84
ANNA AGNARSDÓTTIR
stofa Breta, trúnaðarráðsins, utanríkisráðuneytisins, flotamálaráðu-
neytisins og verslunarmálaráðuneytisins.73 Var greinilega verið að
kanna undirtektir ráðuneytanna og fínpússa tilskipunina.
F>ann 7. febrúar 1810 mætti Georg 111 loks á fund trúnaðarráðsins.
Sem betur fer var hann tiltölulega heill á geðsmunum þá stundina og
var tilskipunin (Order in Council), sem fjallaði um stöðu íslands (og
reyndar Færeyja og Grænlands einnig) gagnvart Bretlandi birt í nafni
hans. Þar voru einnig mættir langflestir ráðherrar ríkisstjórnar
Spencers Percevals, sem sat við völd í Bretlandi á árunum 1809-12.74
í tilskipuninni lýsti Georg III yfir því að það hefði:
. . . auðmjúklegast verið fram borið fyrir Hans Hátign, at
eylöndin Færeyjar og Island, ásamt nokkrum bygðum á Græn-
lands ströndum, sem eru partar Danmerkur ríkis, hafa, síðan
stríð hófst millum Stóra-Bretlands og Danmerkur, vantað allar
samfarir við Danmörk, svo og að innbyggjarar téðra eyja og
landa séu, vegna stönsunar allrar venjulegrar aðfærslu, komn-
ir í mestu vesöld, og líði skort á flestum lífsins nauðsynjum og
hlunnindum. Hans Hátign hefir því hrærzt til meðaumkunar
með eymdum þessa varnarlausa fólks, og þessvegna, með ráði
sinna yppurstu ráðgjafa, þóknazt að auglýsa sinn konúnglega
vilja og velþóknun . . . og skipast, að nefnd eylönd . . . ásamt
innbyggjurum og eignum þar, skulu undan skiljast frá öllum
árásum og óvináttu tilráðum af Hans Hátignar stríðsfólki og
undirsátum . . .
Öll skip og allur varningur „sem flyzt í beinni kaupverzlun meðal
téðra eyja og bygða, og hafnanna Lundúna og Leiðar (Leith á Skot-
landi), skuli sömuleiðis undan skiljast uppnámi eður rétt tæku her-
fángi". Einnig var tekið fram, að danskir þegnar þessara landsvæða
skyldu „í engu efni álitnir eins og útlendir óvinir" á meðan þeir
dveldu á Bretlandseyjum. Frekari ákvæði tilskipunarinnar voru, að
Bretum skyldi heimilt að versla á íslandi, en þeim bannað „sérhvert
tiltæki til ráns eður ofríkis" gegn íslendingum og eignum þeirra.
Þetta var ekki lítill ávinningur fyrir íslendinga; hlutleysi í ófriðn-
um, frjáls verslun á milli fslands og Bretlands og örugg sigling íslend-
inga milli íslands, London og Leith. Tilskipunin átti margt sameigin-
legt með samningnum frá 16. júní en gekk miklu lengra. Nott hafði
t.d. ekki haft vald til að lýsa yfir hlutleysi íslands í ófriðnum. Það var
einnig augljóst, að Bretar höfðu áhuga á verslunarmöguleikum við