Saga - 1989, Síða 87
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
85
ísland. Með tilskipuninni viðurkenndu Bretar formlega, að yfirráð á
íslandi væru í höndum Dana, en hins vegar væri ísland defacto undir
vernd Breta. Augljóst var að breska stjórnin taldi ekki nægilega
ástæðu til að innlima ísland í Bretaveldi. Enda vildi Banks í uppkasti
sínu lýsa því yfir undandráttarlaust, að:75
We [the King] being moved by compassion for the unmerited
sufferings of these defenceless people, but wholly averse to
the seizure of the detached dominions even of our enemies,
merely because their sovereigns are unable to protect
them . . .".
Tilskipunin 7. febrúar hafði einnig aðra þýðingu, eins og danski sagn-
fræðingurinn Finn Gad hefur bent á. Þar sem skattlönd Dana í Norð-
ur-Atlantshafi voru sett undir vernd bresku krúnunnar, var ljóst, að
þeim yrði skilað aftur til Danmerkur eftir stríð og myndu því ekki
verða skiptimynt í væntanlegum friðarsamningum.76
Skipherrum á herskipum hans hátignar og breskum víkingaskip-
um var skipað að vernda skattlönd Dana og kaupskipin, sem sigldu
milli skattlandanna og London og Leith, fyrir árásum og fjandskap
breskra þegna.77 Tiu eintök af tilskipuninni voru send til íslands, og
voru þau síðan send til sýslumanna.78 Var hún strax þýdd og hengd
upp í Reykjavík.79 Magnús Stephensen taldi hana vera „most graci-
ous".80 Sir George Steuart Mackenzie, steinafræðingur, sem stóð fyrir
vísindaleiðangri til íslands árið 1810,81 afhenti íslenskum yfirvöldum
eintak af tilskipuninni, er hann kom til landsins í maí 1810, og var
henni tekið „með óblandinni ánægju og fögnuði í Reykjavík".82 í
Englandi vakti hún einnig fögnuð í hópi íslenskra stríðsfanga. Þeir
töldu sig nú verða leysta úr prísundinni, þar sem íslendingar væru
nú ekki lengur „útlendir óvinir".83 Phelps og Jörgensen voru á annarri
skoðun eins og við mátti búast; Phelps taldi tilskipunina vera ófull-
nægjandi ráðstöfun, og Jörgensen fannst hún ömurleg („misera-
ble").84
Hvernig leist dönskum stjórnvöldum á tilskipunina? Væntanlega
vel. Rosenkrantz utanríkisráðherra var raunsær maður. Strax eftir ára-
mót 1810 lagði hann til við konung, að vegna hins „ulykkelige
Tilstand" á íslandi væri rétt, að Trampe fengi umboð til að semja við
Breta á svipuðum nótum og hann hafði gert við Nott sumarið 1809.
Þetta væri að hans mati „onskelig" eða að minnsta kosti „uundgaaelig
Udvei til dette Lands Redning" á meðan á stríðinu stæði.85 Var