Saga - 1989, Page 88
86
ANNA AGNARSDÓTTIR
Trampe í stöðugu bréfasambandi við dönsk stjórnvöld og skrifaði
hann Friðriki VI, að það væri sér að þakka að skattlöndin í Norður-
Atlantshafinu væru enn undir danskri stjórn.86
Þó að tilskipunin hafi vissulega verið mikill ávinningur, reyndist
hún ekki vera allsherjarlausn á verslunarvanda íslendinga. Margir
erfiðleikar voru framundan fyrir íslandskaupmenn, en þeir verða
ekki raktir hér.
Málsókn gegn Phelps?
Nú víkur sögunni aftur að Phelps. Staða hans var erfið. Um haustið
og veturinn 1809 hafði kaupmaðurinn staðið í tvennum málaferlum.
Þau fyrri voru vegna hertöku kaupskips Trampes, Orioti, þar sem
Jones var m.a. mættur sem vitni.87 Þau seinni voru gegn tryggingafé-
laginu til að fá skaðabætur fyrir skipið Margaret and Ann, sem brann
við íslandsstrendur.88 Hann tapaði báðum málunum. Trampe var
dæmt skip sitt á ný, eins og blaðið Courier hafði spáð, og óbætt tjón
sápufyrirtækisins vegna taps Margaret and Ann var að mati Phelps um
45 þúsund sterlingspund.89
Phelps átti jafnvel á hættu að vera dreginn fyrir rétt vegna bylting-
arinnar. Ríkisstjórnin hafði veitt honum leyfisbréf til verslunar og
víkingaleyfi. Þessir pappírar heimiluðu honum hins vegar ekki að
samþykkja sjálfstæði í nýlendum, þó að þær væru í eigu óvina Breta.
Jafnframt höfðu athafnir hans á íslandi valdið ríkisstjórninni umtals-
verðum erfiðleikum.
Fyrst eftir handtöku Jörgensens var samband þeirra Phelps mjög
vinsamlegt. Sápukaupmaðurinn heimsótti hann t.a.m. í fangelsið og
reyndi að fá hann leystan úr haldi, eins og þegar hefur verið minnst á.
En þegar Phelps gerði sér grein fyrir því, að breska ríkisstjórnin ætl-
aði ekki að leggja blessun sína yfir byltinguna, fannst honum eins
gott að segja skilið við Jörgensen. í desember, þ.e.a.s. eftir að Phelps
hafði verið yfirheyrður af utanríkisráðherra, fór Jörgensen að kvarta
yfir því við Hooker, að hann fengi engin bréf frá Phelps. Nú var kom-
ið annað hljóð í strokkinn. Phelps, sem hafði fúslega tekið á sig
ábyrgðina af byltingunni fram að þessu, fór nú að gefa í skyn að Jörg-
ensen og Savignac hefðu blekkt sig stórlega og hann bæri enga
ábyrgð á byltingunni.90
Banks rak erindi Trampes greifa og lét óspart þá skoðun í ljós við