Saga - 1989, Qupperneq 89
EFTIRMÁL BYLTINGARINNAR 1809
87
ráðherra, að sápukaupmanninum ætti að refsa opinberlega. Það væri
alvarlegt mál að handtaka stiftamtmanninn á íslandi og samþykkja
útgáfu byltingarsinnaðra yfirlýsinga svo ekki sé minnst á að draga að
húni falskan þjóðfána („hoisting a pretended national flag").91
Wellesley lávarður féllst á að verða við þeirri beiðni Trampes að
athuga, hvort grundvöllur væri fyrir því að draga þremenningana,
Phelps, Jörgensen og Liston, skipstjóra á Margaret and Ann, fyrir rétt.
Ákveðið var að leita álits lögfræðinga stjórnarinnar (His Majesty's law
officers). Frá lagalegu sjónarmiði var um tvær leiðir að velja. Önnur
var að leiða sökudólgana fyrir rétt. Þá yrði Trampe að færa sönnur á
kærur sínar. Hin leiðin var að leita sátta á milli Trampes greifa og
Phelps kaupmanns.92 Niðurstaða Sir Christophers Robinsons, hins virta
lögfræðings konungs (King's advocate), var sú, að unnt væri að leiða
höfuðpaurinn, Phelps, og Liston fyrir flotadómstólinn (Court of
Admiralty). Þeir hefðu gert sig seka um grófa misnotkun á víkinga-
leyfinu, sem Phelps hafði fengið. Jafnframt væri rétt að svipta Phelps
víkingaleyfinu.93 Var það reyndar gert í marsmánuði 1810.94 Hins
vegar væri ekki hægt að fallast á kröfur Trampes á hendur Jörgensen,
sem var að áliti lögfræðingsins aðeins undirtylla („subordinate
agent") í málinu og því ábyrgðarlaus.
Trampe féllst á að leggja fram sönnunargögn í málinu og var ákveð-
ið að dómstólar flotamálaráðuneytsins (Court of Admiralty og High
Court of Admiralty) skyldu kanna málið nánar.95 Á næstu mánuðum
fóru fleiri lögfræðingar ríkisstjórnarinnar að skoða þetta mál „mjög
sérstæðra kringumstæðna" eins og það var orðað, til að ákveða á
hvaða grundvelli málsóknin skyldi rekin.96 Málið reyndist flóknara en
fyrst á horfðist. William Battine, lögfræðingur flotamálaráðuneytisins
(advocate of the Admiralty), sem lýsti byltingunni sem „an undis-
tinguished pillage of the inhabitants of Iceland", fannst t.d. aðalatrið-
ið vera að ákvarða, hver staða íslands gagnvart Bretlandi hefði verið,
þegar byltingin átti sér stað. Spurningin var, hvort ísland taldist vin-
veitt eða óvinveitt land í júní 1809. Ljóst var, að valdarán Phelps væri
mun alvarlegra, ef líta ætti á ísland sem vinveitt ríki sumarið 1809.
Hafði samningur Notts og Trampes, sem undirritaður var 16. júní,
lagalegt gildi? Hvernig bæri að túlka þá vinsemd, sem Bretar hefðu
sýnt íslandskaupmönnunum, þegar þeir féllust á að leysa skip þeirra
úr haldi sumarið 1808? Nægði það til að ísland teldist meðal vinveittra
ríkja Bretlands?97