Saga - 1989, Page 90
88
ANNA AGNARSDÓTTIR
Eftir að hafa skoðað málið frá öllum hliðum, var það nú skoðun lög-
manna konungs að vonlaust væri að lögsækja kaupmennina fyrir
sakadómi (criminal prosecution). Hins vegar ættu íslandskaup-
mennirnir möguleika á málarekstri fyrir Prize Court (en það var
dómstóll sem dæmdi í málum er vörðuðu herfang). Þeir bentu þó á,
að „there may be difficulty and heavy expense in obtaining the
necessary proof from Iceland. But we think the proceedings on the
part of the King should be instituted and carried as far as may be
found practicable".98
Fyrir áeggjan Banks skipaði Wellesley svo flotamálaráðuneytinu í
maí 1810, að málsókn skyldi hafin gegn Phelps & Co. vegna atburð-
anna á íslandi sumarið 1809.99 Þann 5. maí 1810 skipaði Trampe
umboðsmenn til að mæta fyrir rétti fyrir sína hönd og þeirra íslend-
inga, sem legðu fram kröfur á þá Liston, Phelps og Jörgensen.100 Hins
vegar finnast engin dómsskjöl um þetta mál og er ljóst, að sátt hefur
náðst á milli Trampes og Phelps áður en málið var tekið fyrir. Þeir
hafa báðir haft hag af því að ná sáttum án málaferla. Þó að Trampe
hafi lýst sig fúsan til að leggja fram sönnunargögn gegn byltingar-
mönnum, gerði hann sér grein fyrir því, að málaferli gætu orðið tíma-
frek, flókin og kostnaðarsöm, eins og lögfræðingar konungs höfðu
bent á. Ekki yrði neinn hægðarleikur fyrir íslendinga að ferðast til
London á ófriðartímum til að reka mál fyrir breskum dómstólum. Því
féllst Trampe á sáttaleiðina.
Phelps hafði á hinn bóginn mikinn áhuga á að halda áfram verslun
sinni við ísland. Þegar hér er komið sögu, vorið 1810, var hann búinn
að sækja um fleiri verslunarleyfi, og hafði jafnvel farið fram á það við
bresk yfirvöld, að ræðismaður yrði skipaður til þess að gæta hags-
muna breskra þegna á íslandi. En þá mundi enska verslunin verða
„very considerable" að mati Phelps.101 Með tilliti til þessara áforma
var óskynsamlegt að eiga í málaferlum við dönsk yfirvöld og væntan-
lega viðskiptavini á íslandi. Jörgensen skrifaði „. . . Mr. Phelps
imagined he would sustain less loss by compromising, and make
friends of all parties".102 Phelps var virtur kaupmaður. Mackenzie
lýsti honum sem „honest and good" og Banks hafði í upphafi mikið
álit á honum.103 Líklega hefur Phelps staðið sig allvel í viðtalinu við
Bathurst utanríkisráðherra í nóvember 1809. Stjómvöld hafa því ekki
talið ástæðu til að halda málsókn til streitu, ef Phelps næði sáttum við
Trampe og íslendingana.