Saga - 1989, Síða 92
90
ANNA AGNARSDÓTTIR
konungi til Georgs III.113 Augljóst var, að Friðrik, sem hataði Breta,
færi aldrei persónulega fram á neinn greiða frá þeim. Pó taldi
Trampe, að „Meeningerne í Kabinettet længe være deelte". Hins veg-
ar hefur það verið Trampe nokkur huggun, að lofað var, að Jörgensen
yrði „under streng Bevogtning" á fangaskipinu í Chatham.114 En Bret-
ar framseldu hann aldrei.
Trampe notaði tækifærið, þar sem hann var staddur í London, til
að vinna að ýmsum öðrum málum fyrir ísland, eins og hann hafði
fengið leyfi til frá Danakonungi.115 Hann fékkst t.d. við að endur-
heimta fé Jarðabókarsjóðsins, sem Thomas Gilpin hafði rænt hér árið
1808.116 Þar að auki tókst honum að fá leysta úr haldi þá skandinav-
ísku stríðsfanga, sem höfðu verið teknir á kaupskipum.117 Hann
reyndi að auka vöruflutninga til íslands og útvegaði leyfisbréf til
verslunar við Færeyjar og Grænland.118 Áður en hann fór frá London
tjáði breska utanríkisráðuneytið Trampe formlega:119
On a full review of the unfortunate business of Iceland . . . the
Marquis [Wellesley] having taken into consideration the
whole of the question, the evil conduct of certain individuals
there, as well as the beneficial arrangement in favour of the
island granted by the Government of England, is of opinion
that the protection of England to the inhabitants of Iceland
against the miseries of war, should be considered as an expi-
ation and complete satisfaction for all that happened . . . dur-
ing the anarchy which unfortunately prevailed there in the
course of last year.
Trampe var, eins og eðlilegt var, býsna ánægður með þessi málalok,
og talaði nú fjálglega um þá sérstöku velvild, sem Bretar hefðu sýnt
íslandi, og kvaðst vera mjög ánægður með þá umhyggju, sem ráð-
herrar hans hátignar Bretakonungs hefðu sýnt landinu. Hið aukna
öryggi, sem ísland byggi við í framtíðinni, hafði afmáð allan bitur-
leika úr hjarta hans.120
Trampe fór síðan til Kaupmannahafnar til að gera konungi grein
fyrir stöðu mála.121 Hann kom aldrei aftur til íslands. Var hann hækk-
aður í tign þann 23. júní 1810 og veitt stiftamtmannsembættið í
Prándheimi, sem hann hélt til dauðadags 1832.122