Saga - 1989, Page 94
92
ANNA AGNARSDÓTTIR
reyna að fá bætur fyrir Margaret and Ann, en tapaði á ný.134 Phelps &
Co. sendi þrjú skip til íslands til verslunar árið 1810 og eitt árið eftir,
en ekkert árið 1812. Árið 1813 gerðist John Parke, ræðismaður Breta,
umboðsmaður fyrirtækisins á íslandi og gerði upp verslunina.135
Þann 11. september 1816 gáfu Danir út verslunartilskipun, sem heim-
ilaði útlendingum að versla á íslandi að fengnum tilsettum leyfisbréf-
um.136 Glæddist áhugi Phelps á íslandi þá á ný. Hófst hann þegar
handa og skrifaði bók sína Observations on the Importance of Extending
the British Fisheries and of Forming an lceland Fishing Society í þeim til-
gangi að hvetja til stofnunar ensks útgerðarfélags til veiða við
íslandsstrendur. Hann var sannfærður um ágæti íslandsmiða og taldi
það mikla skammsýni af stjórnvöldum að innlima ekki ísland „when
it was strenuously solicited by the natives a few years ago"! Orðrétt
skrifaði hann:137
The possession or retention of Iceland, would not have cost
Government a farthing, and the acquisition would have been
invaluable to the British trade, and for establishing the finest
fishery in the world!
Ári seinna kom út eftir hann önnur bók, í tveimur bindum, sem bar
heitið The Analysis ofHuman Nature eða Greining mannlegs eðlis. Bók-
in var tileinkuð ríkisarfa Breta, the Prince Regent (síðarmeir Georg
IV). Phelps var nú orðinn heimspekingur, en markmið ritsins var að
efla hamingju alls mannkyns, hvar í stétt sem menn voru. Hann
ræddi um hvernig hægt væri að bæta kjör alþýðunnar og fjallaði um
þjóðfélagið frá pólitísku, siðferðilegu og trúarlegu sjónarmiði.
Af framansögðu má sjá, að Trampe varð vel ágengt í London.
Breska stjórnin kom verulega til móts við kröfur stiftamtmannsins.
Byltingin var fordæmd. Lögfræðingar konungs rannsökuðu málið
með þeirri afleiðingu, að Phelps missti víkingaleyfið og féllst á að
ganga til samkomulags við Trampe fyrir hönd íslendinga. Erkióvinur
Trampes, Jörgensen, var settur á bak við lás og slá. Síðast en ekki síst
viðurkenndu Bretar hlutleysi íslands í ófriðnum og íslandsverslunin
var sett undir vernd breska flotaveldisins.