Saga - 1989, Blaðsíða 107
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845
105
Af þessum 20 nöfnum eru 13 sameiginleg. Þetta eru myndarleg og
merkingargóð nöfn, öll af norrænu bergi brotin nema þrjú sem löngu
voru gróin við málið og lutu lögmálum þess um beygingu og stafsetn-
ingu: Margrét, Katrín og Kristín.
Yfirburðir Guðrúnar eru athyglisverðir. Tæplega fimmta hver kona
heitir svo, um 20%. Þætti það ærið nú. Þetta er því merkilegra sem
ekki voru komin tvínefni. Sá siður var enn óþekktur á íslandi 1703, ef
frá eru skilin systkin ein, fædd í Danmörku, Axel Friðrik Jónsson
bóndi á Hömrum í Grímsnesi og Sesselja Kristín Jónsdóttir, kölluð
umboðsstúlka í Saurbæ á Kjalarnesi. Móðir þeirra vár dönsk.3
Títt var 1703 að alsystur, upp í þrjár, hétu Guðrún. Er frægt að af 17
íbúum Hríseyjar voru sex Guðrúnar, þrjár alsystur og hinar móðir og
dætur hennar tvær. Guðrún hefur alla tíð verið vinsælt nafn á landi
hér, og hvort sem menn voru heiðnir eða kristnir. Síðari liður nafns-
ins merkir upphaflega leyndardómur, leyndarmál. Að vera trúnaðar-
vina guðanna, eiga með þeim leyndarmálin, var svo gott, að tæplega
varð hærra komist.
Lítið var um sérkennileg eða afkáraleg kvennanöfn í Eyjafirði 1703.
Ætla verður að Hugraun sé misheyrn eða misritun fyrir Hugrún, en
það nafn kemur fyrir oftar en einu sinni í öllum manntölum sýslunn-
ar 1801-45.
Nokkur kvennanöfn í Rangárvallasýslu 1703 voru sérkennileg eða
framandi: 1. Drisjana. Ritháttur er breytilegur. Stundum y í fyrsta
atkvæði, stundum í fyrir j í öðru atkvæði. Þessu nafni hétu fimm kon-
ur í Rangárþingi 1703 og aðeins tvær í viðbót á landinu öllu. Á tíma-
bili þessarar rannsóknar deyr nafnið Drisjana út á Rangárvöllum, og
hin síðasta, sem ég veit um á Iandi hér, var Drisjana Guðmundsdóttir,
75 ára í tómthúsi 6 Útskálum, Gullbringusýslu 1855.4
2. Emerentíana. Þær voru fjórar í Rangárvallasýslu, en 13 í Vestur-
Skaftafellssýslu og alls á landinu 24. Emerentíana eða Emerentía er
dýrlingsheiti, dregið af latnesku sögninni emero—fullkomna sig,
ávinna sér. Emerentíana varð nokkuð lífseigt nafn í Rangárvallasýslu
og víðar um sunnanvert landið. Þær voru enn tíu á landinu öllu 1910,
en mér sýnist nafnið nú útdautt.
3. Neríður. Þetta nafn báru þrjár rangæskar konur 1703 og engin
3 Ólafur Lárusson: Nöftt tslendinga árið 1703, bls. 3.
4 Skýrslur um landshagi á Islandi; Nafnalykill Bjöms Magnússonar 1845.