Saga - 1989, Side 109
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845
107
Af þessum 14 eru tíu sameiginleg og þar á meðal átta hin efstu, og
af þeim hafa fjögur sömu raðtölu.
Eins og kvennanöfnin eru nöfn karlanna merkingargóð, myndarleg
og þjóðleg. Öll eru af norrænum uppruna nema þrjú: Jón, Magnús og
Tómas. En þau höfðu alveg lagað sig að lögmálum íslenskunnar.
Rétt þykir mér að staldra við algera sérstöðu hins hebreskættaða
nafns Jóns. Hlutfallstala þess í Eyjafjarðasýslu komst í 26%. Vinsældir
Jóns-nafns eru miklar um vesturlönd (gr. Johannes, rússn. lvan, ít.
Giovanni, sp. Juan, fr. Jean, e. John, ír. Sean, fær. Jógvan). Pær má sjálf-
sagt rekja til Jóhannesar skírara og Jóhannesar postula. Hér á landi
hafa þeir og ekki spillt fyrir, Jón Ögmundarson byskup (fyrsti Jón hér
á landi með vissu), Jón Loftsson í Odda og síðar Jón byskup Arason.
Nafnið Jón hefur þá ekki slaka merkingu, hebreska frumgerðin
merkir „sá sem nýtur náðar (eða verndar) guðs". Má þannig því sem
næst þýða Jón og Guðmundur hvort með öðru. Viðliðurinn í Guðmund-
ur er talinn merkja vernd, svipað og urður í Sigurður. Hann er vel var-
inn í orustu, sigursæll.
Magnús er hrein latína og merkir mikill. 1 Heimskringlu er sagt
hversu nafn Karla-Magnúsar „keisara dýrs" barst á Norðurlönd.
Magnús Ólafsson hinn góði Noregskonungur á fyrstur norrænna
manna að hafa borið það.7
111
Nú líður tæp öld, eða hl 1801, er næsta allsherjarmanntal var tekið.
Átjánda öldin var svo skelfileg, að íslenska þjóðin rataði í útrýming-
arháska. Mannfjöldinn komst ofan að 35 þúsundum eftir Stórubólu. í
upphafi 19. aldar töldust íslendingar um 47 þúsund, en höfðu verið
ríf 50 þúsund 1703. Rangæingum hafði fækkað nokkuð, en Eyfirðing-
um fjölgað lítillega.8
Merkilegust nýjung, sem við blasir í manntalinu 1801, eru tvínefni.
Ekki fer á milli mála, að sá siður að skíra börn fleiri nöfnum en einu,
kemur að utan og til okkar frá Danmörku. Þangað til á 17. öld var sá
siður þó óþekktur þar í landi, en eftir að Kristján konungur IV hafði
skírt börn sín tíu af öðru hjónabandi öll tveimur nöfnum, breiddist
7 Heimskringla II, bls. 209-10.
8 Tölfræðihandbók.