Saga - 1989, Side 111
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845
109
Seinna átti samsetningin Anna Sof(f)ía heldur en ekki eftir að kom-
ast í tísku sem enn mun sagt verða. Ég hef reyndar reynt að tengja
hana við Önnu Sofíu (1693-1743), frillu Friðriks IV Danakonungs, sem
hann giftist reyndar seinna og gerði að drottningu.
Þótt Rangæingar væru ekki ginnkeyptir fyrir tvínefnum, gátu þeir
ekki komið í veg fyrir að tvínefnasiðurinn bærist inn í sýsluna. Tvær
persónur voru tvínefndar í Rangárþingi 1801, tvær konur og nöfnur,
hétu báðar Anna María, þessari samsetningu sem svo tíð hefur verið
um heimsbyggðina, nafni hinnar blessuðu meyjar og móður hennar.
Ekki var það, sem nærri má geta, rangæsk uppfinning hér á landi að
skíra Önnu Maríu. Hin eldri þeirra, Anna María Jónsdóttir, 25 ára
húsfreyja í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, var fædd í Vestmannaeyjum,
en hin, Anna María Jóhannesdóttir Zoéga, þriggja ára í Bakkahjáleigu
í Landeyjum, var dóttir erlends manns, forföður Zoéga-ættarinnar á
íslandi. Hann fluttist síðar til Reykjavíkur. Anna María Jónsdóttir lést
í Fljótsdal í Eyvindarmúlasókn 1836, rétt sextug. Þrjú voru börn
hennar og öll einnefnd. Hún var eina tvínefnda persónan í Rangár-
vallasýslu 1816.
Umfram tilkomu tvínefnanna höfðu nafngjafir Eyfirðinga tekið
nokkrum breytingum á tæpri öld. Nöfnum kvenna hafði heldur
fækkað, en karla fjölgað ofurlítið. Meðal kvennanafna var veldi Guð-
rúnar, Sigríðar, Ingibjargar og Helgu óhaggað að mestu. Guðrún var að
vísu lítillega á niðurleið, en talan enn allmyndarleg: 327, eða vel 17%
og þætti mikið nú. En Sigríði hafði fjölgað að sama skapi, nú báru það
nafn rösklega 10% kvenna, og Helga hafði skotist upp fyrir Ingibjörgu.
Því má skjóta inn, að Sigríður merkir valkyrja, en Ingibjörg líklega það
sama og Ásbjörg og Guðbjörg.
í Rangárvallasýslu hafði nöfnum kvenna fjölgað um tvö, en karla
fækkað um 22, svo að nú dregur til fulls jafnaðar kynjanna að þessu
leyti. Alls báru 4030 persónur 296 nöfn. Nú skal sjá hvort mikið hefur
breyst á tæpri öld.:
I. Eyjafjarðarsýsla
Algengust 1801
A. Konur
II. Rangárvallasýsla
1. Guðrún 327 1. Guðrún 328
2. Sigríður 190 2. Margrét 135