Saga - 1989, Page 112
110
GÍSLI JÓNSSON
3. Helga 116 3. Sigríður 134
4. Ingibjörg 87 4. Kristín 98
5. Margrét 79 5. Ingibjörg 94
6. Rósa 52 6. Helga 75
7. Anna 47 7. Þuríður 61
8. Kristín 41 8. Katrín 59
9. Þuríður 39 9. Guðný 52
10.—11. Solveig 33 10. Guðríður 48
10.—11. Þómnn 33 11.-12. Ingveldur 46
12. Guðný 31 11.-12. Þórunn 46
13. Halldóra 30 13. Valgerður 45
14. Ragnheiður 29 14.-16. Anna 41
15.-17. María 25 14.-16. Guðlaug 41
15.-17. Steinunn 25 14.-16. Vilborg 41
15.-17. Þóra 25 17. Elín 37
18.-19. Valgerður 24 18. Halldóra 36
18.-19. Þorbjörg 24 19. Steinunn 34
Af þessum 19 algengustu eru 13 sameiginleg. Neðan við efsta topp-
inn í Eyjafirði vekur athygli stórsókn erlendu nafnanna Atina, María
og Rósa, einkum á kostnað norrænu nafnanna Björg, Guðríður og Ólöf.
Sýnir sig hér sem víðar hve Eyfirðingar voru gjamir til nýjunga af
framandi toga.
í Rangárvallasýslu hafa minni breytingar orðið, en tvö nöfn að utan
hafa þó sótt á: Anna og Elín. Þar hafa líka nokkur norræn nöfn þokað
um set, svo sem Gróa, Ástríður, Porgerður og Þórdís.
í Eyjafjarðarsýslu höfðu nokkur ný kvenmannsnöfn verið tekin
upp á öldinni, önnur en María. Dæmi þeirra eru Elísabet, Lilja, Rakel,
Salóme, Sigurlaug og Póranna sem leysir alveg af hólmi hið eldra nafn
Þórarna. Tíu eyfirskar konur hétu Þórarna 1703, engin 1801, en þá
hétu níu Þóranna. Er þetta ekki sama nafnið í breyttri mynd?13
Það má til tíðinda telja, að Fídes heitir nú ein kona í Rangárvalla-
sýslu. Fídes er hrein latína og merkir trú eða tryggð. Fides, spes og cari-
tas, það er trú, von og kærleikur. Fídes Pétursdóttir 11 ára er í Stóm-
Hildisey í Kross-sókn í Austur-Landeyjum. Ein önnur Fídes var þá á
landinu, Fídes Ámadóttir, 14 ára í Botnum i Meðallandi. Sú Fídes var
13 Safn til sögu tslands III, bls. 574.