Saga - 1989, Side 113
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845
111
enn á sínum stað 1845, en nafna hennar í Stóru-Hildisey var þá látin.
Þrjár Fídesar voru enn á íslandi 1910, en nú er það nafn orðið ærið
sjálfgæft, ef til er.
Lítum á karlanöfnin:
Algengust 1801
I. Eyjafjarðarsýsla II. Rangárvallasýsla
B. Karlar
1. Jón 364 1. Jón 354
2. Sigurður 87 2. Guðmundur 103
3. Guðmundur 74 3. Sigurður 92
4. Magnús 52 4. Einar 89
5. Ólafur 50 5. Magnús 87
6. Þorsteinn 36 6. Ólafur 77
7. Gísli 32 7. Árni 60
8. Stef(f)án 31 8. Þorsteinn 48
9.-10. Einar 30 9. Bjarni 43
9.-10. Kristján 30 10. Gísli 42
11. Sigfús 29 11. Björn 33
12.-13. Árni 28 12.-13. Páll 32
12.-13. Bjarni 28 12.-13. Þórður 32
14.-15. Jóhannes 27 14. Eyjólfur 31
14.-15. Jónas 27 15. Eiríkur 30
Forusta Jóns báðumegin heiða er ótvíræð, og enn eru samsvaranir
miklar. Af þessum 15 algengustu karlanöfnum eru tíu sameiginleg.
Enn eru Eyfirðingar fúsari til nýbreytni að öðru leyti. Þeir hafa Krist-
ján, Stef(f)án, Sigfús, Jóhannes og Jónas á móti Birni, Páli, Þórði, Eyjólfi og
Eiríki. Öll eru þau af erlendum toga nema Sigfús, en öll hjá Rang-
æingum þar á móti af innlendum toga nema Páll.
Ný karlanöfn fyrir norðan, umfram Jóhannes og Jónas, eru Alexander,
Baldvin, Benjamín, Daníel, Davíð, Elías, Folmer, Friðfinnur, Friðrik, ísak,
Jóhann, Jósúa, Matthías, Mikael og Guðjón.
Baldvin Þorsteinsson (f. 1781), sá er prestur varð á Upsum á Upsa-
strönd, er víst fyrsti Baldvin á landi hér, en um nafnið Guðjón skal hér
fjölyrt sérstaklega. Það er eyfirsk uppfinning.