Saga - 1989, Side 114
112
GlSLI JÓNSSON
Fyrstur með því nafni var Guðjón Eiríksson (f. um 1737, d. 1777) á
Litlahamri í Öngulsstaðahreppi. Ekkja Guðjóns þessa lét heita í
höfuðið á fyrri manni sínum, og verður til Guðjón Sigurðsson (1781-
1846), eini íslendingur er Guðjón heitir í manntalinu 1801. Pétur sonur
hans tók upp ættarnafnið Guðjohnsen.
Guðjóns-nafn náði allskjótri útbreiðslu, fyrst um Norðurland. Lík-
Iega hefur þetta verið aðferð til að skíra eftir hinum algengustu
nöfnum, Jóni annars vegar og Guðrúnu eða Guðmundi hins vegar. Þó
má þykja ofrausn að setja guð á guð ofan, og ekki þóknaðist sr. Jóni
á Stafafelli að skeyta saman íslensku og hebresku í Guðjóni, „sem þar
að auki er ófagurt nafn og óþjóðlegt. Þó eru sumir þessara nýgjörv-
inga enn afkáralegri: t.d. Guðanna, Guðjóný, Guðlína o.fl."14
í þjóðskránni 1982 eru Guðjónar 1306, og er í 28. sæti karlanafna.
Þegar best lét, komst nafnið í 16. sæti síns kyns.15
Mjög er Gwð/óns-nafni misskipt eftir landshlutum. Hefur nú snúist
svo, að hvergi er það sjaldgæfara en í „fæðingarsveit" sinni, Norður-
landskjördæmi eystra. Þar er það komið ofan í 74. sæti. Vinsældir
þess eru hins vegar miklar á Suðurlandi. Þar er það níunda algeng-
asta karlmannsnafnið.16
í Rangárvallasýslu hét einn maður Híerónýmus 1801. Hann var
Hannesson, 54 ára í Indriðakoti undir Eyjafjöllum. Aðeins einn annar
íslendingur bar þá þetta nafn. Það er ættað úr fönísku og grísku, og
báru það frægir menn erlendir, ekki síst afkomendur Híerons kon-
ungs í Sýrakúsu. Eiginlega merkir þetta „heilagt nafn". Það hefur
sumstaðar erlendis breyst í Jerome. Nafnið Híerónýmus lifði á Suður-
landi fram á þessa öld, en er nú horfið.
IV
Næsta skref, sem tekið er í þessari könnun, er ekki stórt. Við færum
okkur aðeins til ársins 1816, þó með þeim fyrirvara að talið var í
Hvanneyrarsókn í Siglufirði 1819, en í Kvíabekkjarsókn (Ólafsfirði)
1811.
Breytingar á þessum stutta tíma urðu ekki miklar. Tíðni tvínefna er
14 Safn til sögu íslands III, bls. 600.
15 íslensk mannanöfn 1910, bls. 11.
16 íslenskt mál, 7. ár, bls. 85-7.