Saga - 1989, Blaðsíða 116
114 GÍSLIJÓNSSON
ur Briem, albræður frá Grund, voru fulltrúar Eyfirðinga á Pjóðfundin-
um 1851.
Anna Sofía Jónsdóttir hefur nú flutt sig um set, frá Stóradal, að fæð-
ingarstað sínum, sem nú er nefndur Syðra-Dalsgerði. Hún er orðin 46
ára, elst tvínefndra Eyfirðinga, en að Miðgörðum í Grímsey er komin
hartnær jafnaldra hennar, Kristín Ingveldur Jónsdóttir, fædd 1776 á
Mannskaðahóli í Skagafjarðarsýslu.
Aðrir tvínefndir Eyfirðingar en þeir, sem nú hefur verið sagt frá,
eru af dönskum uppruna.
Fólki hafði aðeins fjölgað í Eyjafirði frá 1801, körlum meira en
konum. Guðrún hefur heldur færst í aukana, en Sigríður dalað lítið
eitt, er þó í rúmum 9%. Annars er röðin ákaflega svipuð og 1801.
María hefur þó náð 10. sætinu, og tvö ný nöfn af erlendum toga hafa
bæst neðst á lista þeirra sem borin eru af 20 konum eða fleiri. Sofía,
sem nú er farið að skrifa Soffía, er komin í 18.-19. sæti ásamt Ragn-
heiði, og Elín skipar 20. sætið. Af því nafni eru reyndar til ýmsar auka-
gerðir, og verður stundum erfitt - eitt mesta vandamál mannanafna-
fræðanna - að úrskurða hvað sé eitt nafn eða fleiri: Elín, Elin, Elinn,
Elena, Elenna, Elená, Eliná. Er þetta eitt nafn eða sjö? Eða er einhver
millivegur? Er Sesselja, stafsett á tíu mismunandi vegu, eitt nafn eða
tíu?
Meðal karla er veldi Jóns næstum óhaggað, en nú sækja á önnur
framandi nöfn, Biblíunöfn og konunganöfn. Kristján er risinn í 6.
sæti, Jónas og fóhannes í 7. og 8. Eyfirðingar eru konunghollir og
biblíufastir. Stef(f)án hefur að vísu aðeins sigið, en Páll mumrast upp
sem því svarar.
Upp eru komin fleiri nöfn utan úr heimi: Hansína, Konkordía, Abra-
ham, Jónatan, Níels, Olgeir, Pálmi og Sófónías, sem reyndar er til í mörg-
um stafsetningartilbrigðum, ekki síður en Elín og Sesselja.
Frá 1801-16 urðu sáralitlar breytingar á nafngjöfum Rangæinga.
Hlutfall Guðrúnar lækkaði lítið eitt, og hétu svo 324 konur. Sigríður
hafði eflst að sama skapi (166) og var komin í 2. sætið, ofan við Mar-
grétu, og Ingibjörg hafði skotist upp fyrir Kristínu.
Alls 832 karlar hétu sex algengustu nöfnunum, og þau eru öll hin
sömu og 1801. Magnús hefur tekið 4. sætið af Einari. Enginn karlmað-
ur heitir enn tveimur nöfnum.