Saga - 1989, Page 117
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845 115
V
Þá er komið að síðasta viðmiði í þessari rannsókn, manntalinu 1845.
Fólki í Eyjafjarðarsýslu hefur nú fjölgað upp í tæp 4000, og enn dreg-
ur saman með konum og körlum. Pær eru nú aðeins hálfu hundraði
fleiri. Þá hefur nöfnum fólksins fjölgað frá 1703, kvenna í 138 og karla
í 155. En mestum tíðindum sætir mikil fjölgun tvínefna, sem nð tnarki tekur
að gæta um og eftir 1830. Árið 1845 voru 154 eyfirskar konur tvínefndar,
ein í viðbót reyndar þrínefnd, og aðeins 20 þeirra voru tvítugar eða
eldri. Fleirnefnabylgjan reis ekki eins bratt með körlum. Þeir voru nú
68, sem hétu tveimur nöfnum, og tveir að auki þremur. Aðeins átta
þeirra voru tvítugir eða eldri.
Þrínefnda stúlkan hét Þórdís Guðrún Björg, og vantar ekki að nöfnin
séu íslensk. Hún var dóttir Sigurbjargar Þórðardóttur og Árna Páls-
sonar sem þá bjuggu í Syðra-Holti í Svarfaðardal. Sigurbjörg í Syðra-
Holti var fædd Þingeyingur, en Árni var prestssonur skagfirskur og
talið honum til gildis að vera sonarsonur hr. Árna Þórarinssonar
Hólabiskups. Þórdís Guðrún Björg Árnadóttir fæddist 1835 inni í
Öxnadal og sýnist skírð í höfuðið á ömmum sínum og síðustu konu
afa síns.
Þrínefndu karlmennirnir voru reyndar báðir danskir i móðurætt.
Annar var Þorvaldur Kristján Ágúst Jónsson bóndi á Hrísum í Saur-
bæjarhreppi, fæddur á Sjálandi, sonur sr. Jóns helsingja Jónssonar
lærða í Möðrufelli. Sr. Jón helsingi tók stúdentspróf á Helsingjaeyri
og var lengi í Danmörku, átti danska konu, og voru öll börn hans
þrínefnd, þeirra á meðal Þóra Andrea Nikólína, sú er samdi mæta
góða matreiðslubók á sínum tíma.
Hinn var Stefán Bjarni Leonard Thorarensen á Eyrarlandi í Hrafna-
gilshreppi. Foreldrar hans voru Gertrud Thyrrestrup kaupmanns-
dóttir á Akureyri og Magnús (Stefánsson amtmanns) Thorarensen.
Sem fyrr segir er tvínefnasiðurinn vafalaust hingað kominn frá
Danmörku. Sjálf nöfnin báru þess líka menjar. í Eyjafjarðarsýslu 1845
eru aðeins 38 af tvínefndu kvenmönnunum 154 með bæði nöfnin af
norrænum uppruna, og af piltunum 68 aðeins fimm. Jafnvel Guðrún
°g Sigríður, tvö vinsælustu einnefnin meðal kvenna, komast ekki
nema einu sinni saman. Langalgengast var meðal tvínefndra stúlkna
að Anna væri fyrra nafn, þetta er yfirgnæfandi, og þar af eru Anna
Sof(f)ía og Anna Margrét í sérflokki, síðan Anna Sigríður og Anna Rósa,
en Anna María var enn ekki komið í tísku norður þar.