Saga - 1989, Page 118
116
GlSLI JÓNSSON
Meðal tvínefndra karla er Jóhann langalgengast fyrra nafn, 18 af 70.
Tvínefnasiðurinn hafði breiðst út um alla sýsluna, meira að segja
borist til Grímseyjar. Petta er nokkuð jafnt yfir héraðið, þó ívið meira
í Svarfaðardal, Árskógsströnd, Möðruvallaplássi, Lögmannshlíðar-
og Hrafnagilssóknum en annarstaðar.
Engar grundvallarbreytingar á nafngjöfum, aðrar en fleirnefnin,
verða frá 1816 til 1845. Þó hefur /óus-veldi heldur hnignað. Jónar eru
þó 328, í sjö dæmum bera þeir annað nafn til viðbótar, og eru þetta
vel 18%. Guðrún er í sléttum 17% meðal kvenna, og Sigríður hefur
bætt hlut sinn, með rúm 11%.
í Rangárvallasýslu hafði fólki fjölgað til muna, og voru íbúar 4776,
sýnu fleiri en nú á dögum. Kvennanöfn voru 146, aðeins einu fleiri en
1703, karlanöfn 178, sjö fleiri en 1703.
Yfirburðir Guðrúnar og Sigríðar meðal kvenna eru svipaðir og fyrr.
En nú er engin Drisjana og engin Fídes, en Emerentíana og Neríður
halda velli.
Engin kona íslensk í Rangárþingi 1845 heitir nema einu nafni. Það er
kannski mesta fréttin og hefði meira að segja þótt það í sumum sveit-
um þá þegar.
Á karlanöfnum höfðu harla litlar breytingar orðið syðra, og sjáum
við brátt stöðu vinsælustu nafna báðumegin heiða:
Algengust 1845
I. Eyjafjarðarsýsla
II. Rangárvallasýsla
A. Konur
1. Guðrún
2. Sigríður
3. Helga
4. Margrét
5. Anna
353
236
112
91
83
79
75
63
56
53
45
1. Guðrún
2. Sigríður
3. Margrét
4. Kristín
5. Ingibjörg
6. Helga
365
206
164
140
115
88
75
68
54
54
52
6. Ingibjörg
7. Rósa
7. Þuríður
8. Guðríður
8. Kristín
9. Sof(f)ía
10. María
9.-10. Anna
9.-10. Ingveldur
11. Valgerður
11. Jóhanna