Saga - 1989, Qupperneq 120
118
GÍSLIJÓNSSON
margföld rímnahetja, sjá og það sem áður sagði um tvínefnin. Ollu
vinsældir Jóhanns Hemmerts kaupmanns á Akureyri kannski ein-
hverju hér um? Hann dó 1816. Fyrir norðan sækja Jótws, Stef(f)án og
Jóhannes einnig í sig veðrið. (Hvernig skyldi annars standa á því, að
tvöfalda /-ið í Soffía hefur haldist, en ekki í Stef(f)án, eins og títt var að
skrifa og segja á fyrra hluta 19. aldar og reyndar lengur?).
Af þessum 16 algengustu karlanöfnum hvorumegin (sjá töfluna)
eru nú aðeins níu sameiginleg. Sést enn vel hversu Eyfirðingar voru
fúsari til nýbreytni að erlendri fyrirmynd: Kristján (nr. 3), Jóhann (nr.
4), Jónas (nr. 7-8), Stef(f)án (nr. 9) og Jóhannes (nr. 10) eru ekki meðal
16 efstu nafna í Rangárvallasýslu. í þeim hópi syðra eru aðeins af er-
lendum uppruna hin gamalgrónu nöfn Jón, Magnús og Páll.
í manntalinu í Rangárþingi 1845 kemur fyrir sérkennilegt nafn sem
geta verður að nokkru. Maður er nefndur Vívat Hallvarðsson, þá 14 ára
á Neðriþverá í Teigssókn í Fljótshlíð, fæddur austur í Dalssókn und-
ir Eyjafjöllum. Vívat er ómenguð latína og merkir: Hann lifi. Pað er
falleg ósk, enda lifði Vívat. Foreldrar hans voru bæði fædd Rangæing-
ar og báru rammíslensk nöfn, Hallvarður Hallvarðsson og Halldóra
Eiríksdóttir, svo og systur Vívats, Arnbjörg og Vilborg. Ég gat ekki
stillt mig um að forvitnast um þennan mann og framtíð nafnsins sem
ég hafði hvergi séð og aldrei heyrt, nokkurn tíma, nokkurstaðar.
Vívat Hallvarðsson fermdist á heimaslóðum 1846 og fékk þennan
athyglisverða vitnisburð: „Kann sæmilega, mikill fyrir sér, vel les-
andi".17 Hann fór í vinnumennsku ungur og hvarflaði fyrst milli staða
í austanverðri Rangárvallasýslu, en 27 ára gamall dreif hann sig suður
í Hafnir í Gullbringusýslu og komst þar yfir tómthús frá Kirkjuvogi
sem lengi síðan var við hann kennt og kallað Vívatsbær. Vívat kvænt-
ist Ingibjörgu Guðmundsdóttur sem fædd var norður í Skagafirði og
var sex árum yngri en hann. Pau eignuðust þrjú börn, og nú kemur í
ljós að einsdæmin eru fá, og svo hitt, að Vívat Hallvarðsson hefur haft
mætur á hinu sérkennilega nafni sínu. Frumburður þeirra hjóna fær
tvö nöfn: Guðmundur Vívat, ekki bara tengdaföðurins, heldur.hans
sjálfs líka.
Önnur börn Ingibjargar og Vívats hétu Kristján og Ingveldur Katrín.
Stundum ber við að prestur hefur ekki heyrt rétt við húsvitjun föður-
17 Prestsþjónustubækur úr Rangárvallaprófastsdæmi (filma).