Saga - 1989, Qupperneq 121
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845
119
nafn hennar og bókar „ívarsdóttir" í stað Vívatsdóttir, en hið rétta er
þó undantekningarlítið.
Endalok Rangæingsins, sem átti að lifa, urðu dapurleg. Er hann var
aðeins 53 ára gamall, stendur í kirkjubók að dæi Vívat Hallvarðsson,
„húsmaður í Vívatsbæ. Varð bráðkvaddur á heimleið frá Keflavík í
gaddfrosti og byl." Fjölskyldan fór á sveitina. Guðmundur Vívat
Vívatsson dó fjórum árum seinna, „á sveit í Merkinesi", stendur
skrifað18, en móðir hans varð niðursetningur í Kirkjuvogi, dó 77 ára.
Guðmundur Vívat mun ekki hafa átt afkomendur. Um Kristján og
Ingveldi Katrínu veit ég ekki, en efast um eftir manntölum að dæma,
að þau hafi skírt Vívat, ef þeim hefur orðið sona auðið. Að svo komnu
veit ég aðeins um tvo menn í veröldinni með Vívats-naíni.
1 stað þeirra nafnanna, sem báðar hétu Anna María og eru nú horfn-
ar af sviðinu í Rangárvallasýslu, eru komnir tveir tvínefndir
karlmenn. Það er allt og sumt í allri sýslunni, ef sleppt er einni
danskri stúlku sem reyndar hét fjórum nöfnum og var prestsþjónusta
á Stóruvöllum á Landi.
En nú fer embættismönnum að þykja fínt að skíra tveimur nöfnum.
í Vatnsdal í Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð situr Magnús sýslumað-
ur Stefánsson Stephensen, bróðursonur Magnúsar konferensráðs og
faðir Magnúsar landshöfðingja. Frú hans er Margrét Þórðardóttir
prófasts í Felli í Mýrdal. Árið 1843 fæddist þeim sonur og fékk nafnið
Stefán Theódór, sýnilega heitinn eftir feðrum hjónanna, öfum sínum
Stefáni amtmanni á Hvítárvöllum og sr. Þórði í Felli. Theódór var al-
kunn latínisering á nafninu Þórður. Stefán Theódór Stephensen átti
lengi heima á Akureyri, bæjar- og landsbankagjaldkeri með meiru.
Svipað er að segja um hinn tvínefnda Rangæinginn 1845, nema hvað
hann var mun eldri, 22 ára. Sá var Ingvar Torfi Jónsson, heitinn eftir
öfum sínum báðum, sonur mad. Oddnýjar Ingvarsdóttur og sr. Jóns
Torfasonar á Stóruvöllum á Landi. Þau voru bæði fædd Sunnlending-
ar' og hjá þeim var danska stúlkan fjórnefnda.
Þetta blasir helst við, þegar nafngjafir Eyfirðinga frá 1703 til 1845
eru athugaðar:
Tvínefni og jafnvel þrínefni hafa verið tekin upp. Allir voru ein-
nefndir 1703, en 1845 heita 224 manneskjur meira en einu nafni, að
miklum meiri hluta konur. Flest hið tvínefnda fólk er undir tvítugu.
18 Prestsþjónustubækur úr Kjalamesprófastsdæmi (filma).