Saga - 1989, Síða 122
120
GlSLI JÓNSSON
Nýnefni, flest af erlendum toga, biblíu-, dýrlinga-, drottninga- og
kónganöfn, hafa sótt mjög á, sem sjá má að nokkru af eftirfarandi
upptalningu:
Pessi nöfn voru borin af fimm eða fleiri 1703, en horfin 1845: Agnes,
Arndís, Gróa, Ingunn, Kolfinna, Vilborg, Pórarna og Illugi.
í staðinn voru komin, borin af fimm eða fleiri 1845, en ekki til 1703:
Aðalbjörg, Elísabet, Friðrika, Kristjana, Lilja, Salóme, Sigurbjörg, Sigur-
laug, Vilhelmína, Baldvin, Benjamín, Bergur, Daníel, Davíð, Eggert,
Friðbjörn, Friðfinnur, Friðrik, Guðjón, Jóhann, Jóhannes, Jónas, Jónatan,
Jósep, Kristinn, Kristján og Sófónías.
Mörg hinna norrænu nafna, sem fylgt höfðu þjóðinni frá önd-
verðu, haldast þó mæta vel, og er ólíku saman að jafna hjá frændum
okkar í Færeyjum, þar sem norræn nöfn voru hverfandi þegar um
aldamótin 1800.
Furðulítil breyting hefur orðið á nöfnum Rangæinga allt tímabilið
1703-1845. Nöfn borin af fimm eða fleiri 1703, en horfin 1845 voru
aðeins sex: Aldís, Bergur, Drisjana, Gunnfríður, Iðbjörg og Rafnkell.
Óþekkt 1703, en borin af fimm eða fleiri 1845, voru heldur ekki
mörg: Daníel, Felix, Ingvar, Jakob, Jóhann, Jóhanna, Jóhannes, Ketill,
Sigurlaug og Sólrún. Aðeins nöfnin Jóhanna og Sólrún höfðu þó tekið
stórt stökk. Hebresku karlanöfnin, sem hefjast á Jó, áttu mun tregari
gang að Rangæingum en íslendingum víða annarstaðar, sem brátt
sést enn betur.
VI
íslenskar bókmenntir virðast sáralítil áhrif hafa haft á nafngjafir
íslendinga 1703-1845. Rómantíkin var ekki farin að láta nógu mikið til
sín taka, sbr. til dæmis uppgang Sigrúnar-nafns á síðasta hluta 19.
aldar.
Söguslóðir Njálu eru einkum í Rangárþingi, en hún hefur engin
áhrif haft á nafngiftirnar þar á þessu tímabili. Njáll og Skarphéðinn eru
ekki til allt þetta tímabil, Kári deyr út, og Gunnar er aldrei í hópi al-
gengustu nafna. Bergþóra er ekki til, og Sigfús Sighvatsson, hinn mikli
ættfaðir, á engan nafna í sýslunni. Ég fæ heldur ekki séð að stórhöfð-
ingjar Oddaverja eða byskupar í Skálholti eigi fleiri nafna í Rangár-
vallasýslu en gengur og gerist, nema síður sé. Sérstaða Jóns-nafns er
af allt öðrum toga og eins um allt land.