Saga - 1989, Qupperneq 123
NAFNGJAFIR EYFIRÐINGA OG RANGÆINGA 1703-1845
121
VII
Þegar betur er að gáð en hér að framan (sjá einkum töflurnar), kemur
fram mikill munur á nöfnum Eyfirðinga og Rangæinga 1703-1845. Ég
tek fyrst nokkur kvennanöfn. Þegar ég set tölur í samanburði
þessum, miða ég við árið 1845, nema annars sé getið. Miklu algengari
fyrir sunnan en norðan voru þessi:
Ástríður, Elín, Geirlaug, Gróa - Gróur voru 33 í Rangárþingi, en eng-
in í Eyjafirði, og þetta var fimm árum áður en Piltur og stúlka kæmi út,
svo að ekki er hægt að kenna Gróu á Leiti um - Guðbjörg, Guðríður
(68:12), Halla (16:0), Hallbera, Hildur, Ingibjörg, Ingunn, Jódís (10:0),
Jórunn, Katrín (59:12 árið 1801), Kristín, Ólöf, Ragnhildur (41:5), Sólrún,
Valgerður, Vilborg (40:0), Þorbjörg, Þórunn og Þuríður (79:15).
En mun algengari i Eyjafirði en Rangárþingi voru aftur: Anna,
Ásdís, Bergþóra, Björg, Helga, Hólmfríður, Jóhanna (45:14), Kristjana
(22:0), Lilja (26:0), og enn var engin Lilja í Rangárvallasýslu 1855, Mar-
ía (54:1), Rósa (75:1), og þessi eina Rósa var horfin syðra 1855, Sigur-
björg, Sigurlaug, Soffía (56:0) og Sæunn (13:0).
Þá eru það karlarnir. Miklu algengari í Rangárvallasýslu en Eyja-
fjarðarsýslu voru: Brynjólfur (22:1), Einar (107:27), Eiríkur, Eyjólfur, Fil-
ippus (16:0), Guðbrandur, Guðmundur, Guðni (18:0), Hannes (14:0),
Ingvar, ísleifur (12:0), Nikulás, Vigfús og Þórður.
En miklu algengari fyrir norðan en sunnan: Baldvin (23:0), Davíð
(15:0), Flóvent, Friðbjörn (11:0), - og öll nöfn með Frið- voru miklu
algengari nyrðra, t.d. Friðrik (26:1) - Guðjón (22:0), Hallgrímur (42:1),
Jóhann (71:8), Jóhannes (49:6), Jónas, það var ekki til í Rangárvallasýslu
1801, en þá þegar voru Jónasar orðnir 41 í Eyjafirði, Jósep, Kristján
(80:4), Rögnvaldur, Sigfús (33:0) og Þorlákur (22:1).
Niðurstöður af þessu öllu saman eru þá í örstuttu máli:
1. Rangæingar voru afar fastheldnir á nöfn sín, flest góð og gild
íslensk nöfn, miklu fastheldnari en Eyfirðingar. Þeir voru miklu
tregari og seinni til að taka upp erlend konunga-, biblíu- og dýr-
linganöfn.
2- Einkum voru Rangæingar (ásamt Skaftfellingum og Árnesingum)
miklu seinni til að taka upp tvínefni. Sá siður komst þar síðar á en
annarstaðar á landinu.