Saga - 1989, Page 127
UPPRUNI lSLENDINGA
125
frá umheiminum. Petta fólk er að öllum líkamsmálum og vísi-
tölum svo líkt íslendingum, að engu skeikar, en það er miklu
Ijóshærðara en íslendingar. í afskekktum sveitum á Hörða-
landi, Hálandsdal og Eidfjord er fólkið svipað Vallebúum, en
þó ekki eins líkt íslendingum.4
Næst tekur Gísli fyrir samanburð á blóðflokkatíðni meðal íslend-
inga, Norðmanna og íra og rekur þar hvaða niðurstöðum ýmsir
höfundar hafa komist að, einkum að því er varðar ABO-blóðflokka-
kerfið.
Fyrst vitnar Gísli í Joyce Donegani og samstarfsmenn sem komust að
því að íslendingar væru miklu líkari írum en Norðmönnum að því er
varðaði tíðni ABO-blóðflokkanna. Þeir töldu mjög ólíklegt að
islenska þjóðin hefði breyst svo mjög við 1000 ára dvöl í landinu af
stökkbreytingum eða náttúruúrvali að þar væri að leita skýringa á því
hve líkir íslending ar væru írum. Peir töldu líklegast að rangt væri
með farið að Keltar hefðu verið í minnihluta við landnám á íslandi.
Trú höfunda á niðurstöður sínar var jafnvel svo sterk að þeir töldu
serstaka þörf á að skýra hvers vegna íslenskar fornbókmenntir væru
ekki ritaðar á keltnesku máli:
The awkward fact that the Icelandic literature was written in a
Nordic, not a Celtic language is probably to be explained by
the difficulty of the Gaelic as a literary language, and it must
be supposed that it was dominated by Nordic as Celtic lan-
guages were by English in Great Britain and French in France.
The literary urge may thus be explained as an Irish phenomen-
on expressing itself by means of the easier Nordic language.5
Donegani og samstarfsmenn héldu því fram, án þess að vitnað
væri til nokkurra rannsókna þar að lútandi, að íslendingar væru til
muna dökkhærðari en Norðmenn, Svíar og Danir, og að íslendingar
væru mun oftar rauðhærðir en Skandinavar.6 Gísli Sigurðsson vitnar
1 þessa staðhæfingu7 en nefnir ekki rannsóknir Jens Pálssonar og llse
Schzvidetzky8 sem sýna mjög svipuð líkamsmál og svipaðan hára- og
augnlit meðal Norðmanna, Dana og íslendinga en verulegan mun á
4 Jón Steffensen (1975a), 27.
5 Sjá aftanmálsgrein 1.
6 Ibid, 150.
^ GS, 36.
8 jens Pálsson, 695-702.