Saga - 1989, Page 130
128
STEFÁN AÐALSTEINSSON
íslendingar séu að meginhluta ættaðir frá Noregi, í samræmi við það
sem sögur herma.19
Ennfremur sýnir rannsókn hennar að ABO-blóðflokkakerfið sker
sig úr þeim 14 blóðgerðum sem hún byggði rannsókn sína á. Pað
bendir til að ABO-kerfið hafi orðið fyrir úrvalsáhrifum meðal íslend-
inga.20
Líklegasta norska hlutfallið í uppruna íslendinga reiknaðist Wijs-
man vera 86%. Hún tekur það fram í grein sinni að meginmunurinn
á niðurstöðu hennar og Thompson sé sá að í rannsókn Thompson
hafi verið fáar blóðgerðir (fimm hjá Thompson, 14 hjá Wijsman) og að
Thompson hafi verið óheppin við val þeirra blóðflokka sem hún not-
aði. Wijsman getur þess sérstaklega að það sé val blóðflokkanna en
ekki munur á aðferðum sem valdi mun á útkomum hennar og
Thompson.21 Gísli dregur niðurstöður Wijsman í efa vegna þess að
skekkjumörk á niðurstöðum hennar séu víð.22 Hann áttar sig hins
vegar ekki á því að skekkjumörk í ýmsum öðrum útkomum sem hann
tekur gildar eru einnig mjög víð og nefnir hvergi að Wijsman bendir
rækilega á þær veilur sem eru í rannsókn Thompson.
Wijsman tók vefjaflokkakerfin HLA-A og HLA-B inn í sína rann-
sókn og komst að því að þessi kerfi juku á reiknað norskt uppruna-
hlutfall hjá íslendingum.23 Gísli gefur upp í neðanmálsgrein að HLA-
kerfið bendi til skyldleika íslendinga við Suðureyinga24 en getur ekki
um niðurstöðu Wijsman.
Pegar ég ritaði grein mína um tengsl ABO-blóðflokka við dánar-
tíðni úr bólusótt var mér ekki kunnugt um grein Wijsman. Grein mín
frá 1985 og grein Wijsman teknar saman gefa mjög sterka bendingu
um að náttúruval geti breytt erfðasamsetningu tiltekinnar þjóðar á
ákveðinn hátt. Pær gefa jákvætt svar við þeim vangaveltum sem víða
hafa komið fram um það hvort náttúruval hafi getað breytt blóð-
flokkaskipan íslendinga frá því að þeir settust hér að á Iandnáms-
öld.25
19 Wijsman, Ellen M. (1984), 446.
20 Ibid, 446.
21 Ibid, 445.
22 GS, 38.
23 Wijsman, 445. Sjá aftanmálsgrein 5.
24 GS, 35 neðanmáls.
25 Donegani et al., 151, Thompson (1973), 79, O. Bjamason et al., 452, R. J. Berry, 67,
Thompson (1978), 57-8.