Saga - 1989, Page 131
UPPRUNIISLENDINGA
129
Hér verður að benda á, samræmis vegna, að ef úrval gegn A-flokks-
geninu í ABO-kerfinu er sterkt og alltaf til sömu áttar hlýtur fyrr eða
síðar að koma að því að A-flokksgenið glatist úr stofninum. Til þess
að halda A-flokksgeninu með þjóðinni þurfa því að vera einhver
úrvalsáhrif í gagnstæða átt þar sem A-flokksgenið hefur yfirburði yfir
O eða B eða bæði. Á þetta hefur verið bent áður.26
Árið 1985 birtist grein eftir Glass og samstarfsmenn sem fjallaði um
tengsl ABO-blóðflokka og kóleru í Bangladesh. Þar kom fram að ein-
staklingar í blóðflokki O veiktust mun oftar af lífshættulegri kóleru en
einstaklingar í blóðflokkunum A, AB og B. í ritgerð um niðurstöður
rannsóknarinnar er þess sérstaklega getið að tíðni B-flokksgensins sé
hærri í Bangladesh heldur en í nokkru öðru landi.27
Hér hefur sem sé komið í Ijós að kóleran lækkar tíðni O-flokksgens-
ins, bólusótt lækkar tíðni A-flokksgensins og þar sem báðir þessir
sjúkdómar hafa getað herjað á víxl, þ.e. í Bangladesh, er tíðni B-
flokksgensins sú hæsta í heiminum. Hér eru komin tvö dæmi um
áhrif úrvals á tíðni ABO-gena, og fleiri kunna að finnast. Kólera hefur
að sjálfsögðu ekki haft sömu áhrif hér á landi og í Bangladesh, því að
hér hefur hún aldrei gengið.
1 umræðu um hlutfall Kelta í erfðaeðli íslendinga telur Gísli rök-
færslu sína stuðning við það sem menn hafi sterklega grunað áður,
sem sé að verulegur fjöldi Kelta hafi komið til íslands við landnám.
Hann telur þó að ekki þurfi nauðsynlega að samþykkja þá niðurstöðu
að íslendingar séu að öllu leyti af Keltum komnir.28 Þá fullyrðir hann
að þekking okkar í dag hafi breytt viðhorfum. Nú þurfi ekki lengur að
velta fyrir sér hve hátt hlutfall Kelta sé með þjóðinni. Hitt sé miklu
fremur umhugsunarefni hvar norska hlutfallið mælist á kvarðanum,
frá 2% og upp á við.29 Samkvæmt þessu tekur Gísli ekki til greina
niðurstöður sem sýna áhrif úrvals á ABO-blóðflokkakerfið.
Gísli telur mig gefa mér of margar forsendur um áhrif bólusóttar á
íslandi og í Noregi til þess að hægt sé að taka ályktanir mínar um úr-
26 o. Bjamason et al„ 452, SA (1985), 278.
27 Glass et al„ 794-96.
28 GS, 39.
29 GS, 39—40: „Our present knowledge has given the discussion a totally different
complexion: it is now not so much a question of how large a part we can assign to
the Gaelic element, but rather where on the scale from 2% upwards the Norwegian
contribution can be placed."
9-saga