Saga - 1989, Page 133
UPPRUNI ÍSLENDINGA
131
bili að meðaltali. Sumir faraldrarnir voru mjög mannskæðir.33 í
Noregi var bólan orðin landlæg seint á 15. öld og kom upp frá því fyr-
ir sem barnasjúkdómur.34 Munur á dánartíðni landlægrar bólu og
bólusóttar í faröldrum er nægilega mikill til þess að úrval gegn A-
flokksgeninu gat orðið mun meira á Islandi heldur en í Noregi. Ind-
verska rannsóknin sýnir að einn skæður faraldur gat haft mjög mikil
áhrif.
Pessi staðreynd gerir það að verkum að vafasamt má telja að nota
tíðni ABO-blóðflokkagenanna til að bera saman skyldleika þjóða.
Niðurstaða Wijsman, sem áður er lýst, hnígur í sömu átt. Þar með eru
fallin rökin fyrir írskum meginþætti í erfðaeðli íslendinga en þau rök
byggðust fyrst og fremst á því að tíðni genanna í ABO-kerfinu var
ámóta há hjá Islendingum og írum.
í ritgerð í ritröðinni íslensk þjóðmenning I, sem kom út í árslok 1987,
gerði ég grein fyrir þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á upp-
runa íslendinga og setti helstu útkomur þeirra upp í töflu sem sýnd er
á næstu síðu.35
í töflunni er vísað í 15 ritgerðir þar sem fjallað hefur verið um upp-
runa íslendinga. I níu þessara ritgerða er dregin sú ályktun að íslend-
ingar séu að meginhluta af norrænum uppruna, í fimm þeirra er talið
að þeir séu að meiri hluta af keltneskum uppruna og ein þeirra sker
ekki úr um upprunann.
Af þeim fimm ritgerðum sem telja okkur keltneska að mestu eða
öllu byggja þrjár þeirra ályktunina á ABO-blóðflokkunum eingöngu,
ein þeirra byggir á ABO-blóðflokkum og fjórum öðrum blóðflokkum
og ein byggir á tíðni eins deyðandi erfðavísis (Föllingssjúkdómi,
phenylketonuria).
Af þeim níu ritgerðum sem telja okkur að meiri hluta norræna
byggja þrjár á Landnámu, fjórar eru reistar á mælingum á fólki ásamt
skoðun á hára- og augnlit, ein byggir á 14 blóðflokkum og ein á tilgát-
unni um að bólusótt hafi breytt ABO-tíðninni. Hér sést að það er fyrst
33 Ibid., 317. í Stórubólu 1707-1709 er talið að látist hafi 26,4% þjóðarinnar.
34 Ibid., 276.
35 SA (1987), 28. 1 greininni „Líffræðilegur uppruni Islendinga" (SA, 1987a) er villa á
bls. 27. Par stendur: sýktust og dóu rúm 54% þeirra sem voru í blóðflokkum A og
AB, en aðeins rúm 10% þeirra sem voru í flokkunum B og O. Hér átti að standa:
sýktust og dóu rúm 45% þeirra sem voru í blóðflokkum A og AB, en aðeins tæp
10% þeirra sem voru í flokkunum B og O.