Saga - 1989, Page 139
íhaldssemi og framfarahugmyndir
fyrr á tímum
i
Grein þessi er þannig til komin, að höfundar sóttu sl. vetur sagn-
fræðinámskeið í Háskóla íslands (kennari: Þór Whitehead), þar sem
lesnar voru ýmsar frumheimildir frá 17., 18. og 19. öld. Meðal þess,
sem kannað var í heimildunum, var afstaða manna til atvinnuvega og
samfélagsþróunar. Ein spurningin, sem þátttakendur veltu fyrir sér,
var þessi: Stóð hugsunarháttur á fyrri tíð í vegi fyrir breytingum á
samfélagsháttum og atvinnulífi? Kveikjan að þeirri spurningu var að
nokkru leyti bók Gísla Gunnarssonar Upp er boðið ísaland. Einokunar-
verslun og íslenskt samfélag 1602-1787, en þar er að finna frumlegar og
nýstárlegar kenningar um þetta gamla viðfangsefni íslenskra sagn-
fræðinga.
Ein kenning Gísla er sú, að hér hafi ríkt næsta óumbreytanlegt
„jafnvægi" milli bjargræðisvega og „betri bænda", og þar sé ekki síst
að leita skýringa á stöðnun íslensks samfélags. Mikil andstaða hafi
verið gegn því innanlands, að einstakir bændur reyndu að auðgast á
fiskveiðum og verslun, því slíkt hefði raskað ríkjandi „jafnvægi". Að
vonum eru ekki allir sammála skoðunum Gísla og skrifaðar hafa verið
nokkrar blaðagreinar, þar sem sumum kenningum hans hefur verið
mótmælt. Síðastliðið haust birtist einnig grein í Sögu eftir Björn S.
Stefánsson, en þar segir m.a., að Gísli hafi haldið því fram
að innlend valdastétt hafi sett þróun sjávarútvegsins þröngar
skorður af ótta við röskun á valdastöðu sinni, og að hún hafi
með áhrifum sínum á verðlagsákvæði sérleyfistímans fært arð
frá sjávarútvegi til landbúnaðar.1
En Birni þykir ekki trúlegt, að
auðmenn landsins, sem sátu vildisjarðir sunnanlands og vest-
an og höfðu arð af eigin útgerð eða af aflahluta vinnumanna
1 Bjöm S. Stefánsson: „Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar á 17. og 18. öld." Saga.
Tímarit Sögufélags 26,1988, 131.