Saga - 1989, Blaðsíða 140
138 iHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR Á TÍMUM
sinna úr verinu, hefðu tekið höndum saman við aðra auð- og
valdamenn landsins til að spilla fyrir því, að þessi mikla auð-
lind, sem í sjónum var, yrði nýtt, eins og hagkvæmt væri eftir
ástæðum hvers og eins.2
Án þess að vilja blanda okkur í ágreining þeirra Gísla og Björns um
smáatriði, teljum við ástæðu til að kveðja okkur hljóðs um afstöðu
íslendinga til atvinnulífs á fyrri öldum. Eftir heimildalestur okkar
fáum við ekki betur séð en sú niðurstaða Gísla sé rétt, að eitt helsta
markmið fólks í gamla samfélaginu hafi verið „að varðveita forna lífs-
hætti, ekki að breyta þeim". Ríkismenn hafi „ekki síður [verið] and-
snúnir breytingum en almenningur"3 og afturhaldssemi Islendinga
hafi sett öllum framförum og breytingum á samfélaginu þröngar
skorður.
II
Pegar sagnfræðingar hafa leitast við að skýra langlífi hins gamla
íslenska bændasamfélags, hefur einum mikilvægum áhrifavaldi tæp-
ast verið nægur gaumur gefinn, boðskap hins lútherska rétttrúnaðar,
sem íslendingar héldu sig fast og lengi við. Sú hegðun sem viðhélt
stöðnun í íslensku efnahagslífi yerður ekki skýrð á viðunandi hátt,
nema með innsýn í trúarlíf þjóðarinnar.
Lútherski rétttrúnaðurinn tengdi efnahagslífið, öflun og dreifingu
veraldlegra gæða, við æðri verðmæti, sem hafa áttu forgang umfram
allt veraldarvafstur. Áherslan á það grundvallarviðhorf, að jarðlífið
hefði fyrst og fremst tilgang sem undirbúningur eilífs lífs, gerði hugs-
unarhátt fólks í gamla samfélaginu mjög frábrugðinn þeim lífs-
skoðunum nútímamanna, sem mestu ráða um hegðun okkar. Af
þessu leiðir, að við megum ekki gagnrýnislaust yfirfæra okkar eigin
viðhorf til eignarréttar, peninga og annarra veraldargæða á forfeður
okkar, þegar fjallað er um efnahagsmál á 17. og 18. öld og fyrri hluta
19. aldar.
Viðhorf til auðsöfnunar voru sprottin af trúarlegri hugmyndafræði,
sem tók til allra þátta mannlífsins og bjó því skorður í einföldu og
fastbundnu stéttaskipulagi. Marteinn Lúther hafði boðað afturhvarf til
einfaldra lífshátta frumkristninnar þar sem hann taldi fjármagnsum-
2 Björn S. Stefánsson: „Forsendur og fyrirstaöa nýsköpunar . . .", 132.
3 Gísli Gunnarsson: Upp er boðiö ísaland. Einokunarverlsun og íslenskt samfélag 1602-
1787, Rv. 1987. 250-51.