Saga - 1989, Page 142
140 ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR A TÍMUM
Prjár aðferðir við að taka ranglega frá öðrum voru harðast fordæmdar
af lútherskum rétttrúnaðarmönnum: að láta verð á nauðsynjum ráð-
ast af eftirspurn, að selja fólki dýru verði vöru, sem ekki taldist til
nauðsynja, að taka arð af dauðum peningum.
Þótt menn kæmust í efni með því einu að næra sig af jörðinni í
sveita síns andlitis, eins og boðað var, þá var eignarréttur takmarkað-
ur af þeirri skilyrðislausu trúarlegu skyldu að leggja fátækum lið (í
orði en ekki endilega í verki):
Jörðin er drottins og allt, hvað þar inni byggir . . . svo hefur
hann og þeim, er honum þóknast, afhent auðlegð þessa heims
til að útbýta meðal þurftugra.6
Með því að fordæma ágirnd og nísku reyndi rétttrúnaðarmaðurinn að
standa vörð um hagsmuni þeirra lægst settu, en takmarkaði um leið
möguleika þeirra á að bæta hlutskipti sitt af eigin rammleik. Kirkjan
var eindreginn málsvari fastbundinnar stéttaskiptingar eins og sjá má
af fyrirmælum Jóns Vídalíns um klæðaburð. Sá fremur synd sem
„klæðir sig betur en hans standi sómir . . . því það er að taka sinn rétt
frá þeim sem æðri eru".7
III
Almenningsálit og trúarviðhorf settu gróðaviðleitni þannig þröngar
skorður, og brot gegn reglum samfélagsins gat orðið dýrkeypt. Þess
vegna óttaðist Atli sr. Björns Halldórssonar afleiðingar þess að leggja
á sig „margt og mikið erfiði" til að bæta búskaparhætti sína og
afkomu:
ef mig þá brestur verður mér betur til að einhver gefi mér máls-
verð þegar ég ræðst ekki í meira en aðrir menn. En fyrir þessar
nýjungar amast allir við mér."8
Björn Halldórsson vissi, að framtakssamur einstaklingur gat bakað
sér hættulega óvild með því einu að vinna ötullega að eigin hag.
í skáldsögum Jóns Thoroddsens er þemað ágirnd og níska í fyrir-
rúmi. Persónugervingar þessara eiginleika, Bárður á Búrfelli og séra
Sigvaldi, eru gerðir hlægilegir og fyrirlitlegir. Höfundur tekur undir
boðskapinn, sem öll þjóðin las í Vídalínspostillu „að þeir sem vilja ríkir
6 Jón Þorkelsson Vídalín: Hússpostilla . . ., 257.
7 Jón Þorkelsson Vídalín: Hússpostilla . . ., 477.
8 Bjöm Halldórsson: Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, Rv. 1983,139.