Saga - 1989, Síða 143
IHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR A TlMUM 141
verða, þeir falli í djöfulsins snörur".9 Merkingin er ljós þó orðalagið sé
fornt; skapgerðargalli kemur fram í sjúklegu og andfélagslegu athæfi.
Prátt fyrir þetta áttu landeigendur og vel stæðir bændur góða
möguleika að auðgast á viðurkenndan hátt, þar sem þeir máttu selja
þá vöru, sem þeir höfðu aflað sér af jörðinni með eigin erfiði, enda
seldu þeir þá „eftir þeirri gömlu landsvísu og landslögum, en ekki
útlendri verslun illgjarnra kaupmanna."10
Þó erlendir kaupmenn byðu betur og skortur væri almennur,
skyldi vöruverð í innanlandsverslun vera fast.
Meðan lágt kaup vinnuhjúa „sem lögðu til erfiðið" var fast bundið
og mikið var af vinnuhjúum í hlutfalli við fjölda bænda, skiluðu
búskapur og viðurkenndir verslunarhættir sæmilegum arði. Allt sem
ógnaði þessu jafnvægi þótti spilla góðu siðferði. Af þeim sökum biðu
sumir bændur þess með óþreyju eftir langvarandi góðæri, að aftur
harðnaði á dalnum og á kæmist „jafnvægi" og „regla" sem tryggði
fámennri stétt völd yfir lífi annarra landsmanna og einkarétt á að
hagnast af búskap.11
Valdastöðu fylgdi þung siðferðileg skylda, sem efnamenn urðu að
framfylgja til að réttlæta stöðu sína. I raun öxluðu þeir ábyrgð á vel-
ferð allra annarra þegna, ábyrgð sem þeir áttu oft erfitt með að standa
undir, þegar verulega harðnaði í ári.
Daglegur boðskapur andlegra og veraldlegra yfirvalda hlýtur að
hafa haft mikil áhrif á alþýðu manna og mótað viðhorf hennar til
breytinga á lífsháttum. Hætt er við, að almúgafólk hafi ekki lesið mik-
ið tillögur stjórnarinnar í Kaupmannahöfn og einstaka ritgerðir
íslendinga um bætt atvinnuástand. Það var einkum hlutverk „betri
bænda" að vega og meta þau mál, sem nú á dögum kallast efnahags-
mál, og taka ákvarðanir um þau efni.
IV
Það fer ekki milli mála, að kaupmenn einokunarverslunarinnar sótt-
ust miklu meira eftir fiskafurðum en landbúnaðarvörum, og því
9 Jón Þorkelsson Vídalín: Hússpostilla . . .,712.
10 Hjálmar Jónsson frá Bólu: „Lítil ritgjörð eða frásaga skrifuð 1868." Sagnaþættir,
sendibréfog fleira (Ritsafn 5), Rv. 1949, 202.
11 Gunnar Halldórsson: „Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna." Sagnir.
Tímarit um söguleg efni, 10. árg. 1989.