Saga - 1989, Síða 145
ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR Á TlMUM 143
með lögum og laganna setningu slíka ólöglega óvenju og ósið
niður að brjóta svo það mætti hér eftir aldrei viðgangast etc.
Þar fyrir dæmum vér . . . greindir dómsmenn með fullu
dómsákvæði alla marköngla af . . . frá þessum degi um alla
þessa sýslu og alla skylda þessa óvenju af að taka og niður
leggja.14
Markönglar gátu haft í för með sér þá „óvenju og ósið" að riðla ríkj-
andi venjum um aflaskipti, og því voru þeir bannaðir.
í íslenzkum sjávarháttum segir Lúðvík Kristjánsson, að ástæða
bannsins hafi verið ágirnd og óhollusta einstakra vinnumanna gagn-
vart húsbændum sínum.15 Vel má vera, að einhverjir vinnumenn hafi
misnotað aðstöðu sína, t.d. með því að setja bestu beituna á sína
öngla. Flest rök styðja þó skoðun Gísla á marköngladómunum, og
réttmæti túlkunar hans fær jafnvel staðfestingu í gagnrýni Björns, en
hann bendir á að húsbændum hafi verið
leyfilegt að gefa duglegum vinnumönnum eða formönnum af
afla sínum í vertíðarlok, og taldist sú þóknun hluti af kaupi
þeirra. Síðar var það einnig afnumið, en ákveðið, að aflaskipti
skyldu vera föst.16
Ef sviksemi vinnumanna var ástæða markönglabannsins, því skyldi
þá þeim húsbændum, sem það vildu, einnig hafa verið ófrjálst að
launa sérstakan dugnað vinnumanna og formanna? Hér vildi meiri-
hluti bænda augljóslega halda sig við föst aflaskipti að fornri venju,
annað gat valdið mismunun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir
samfélagskerfið.
V
Árið 1609 var bannað að nota orm til beitu af þeirri einföldu ástæðu,
/,að þeir voru fleiri sem hvorki vildu né gætu beituna haft."17 Einnig
var víða bannað að nota lóð og til að mynda með öllu tekið fyrir það
1 Snæfellsnessýslu, en þetta veiðarfæri gat vitaskuld gefið mönnum
14 Alþingisbækur tslands I, Rv. 1912, 259.
15 Lúðvík Kristjánsson: tslenzkir sjávarhættir III, Rv. 1983, 311-12. Bjöm S. Stefánsson:
„Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar . . .", 135-6.
16 Bjöm S. Stefánsson: „Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar . . .", 135-6.
17 Alþingisbækur tslands IV, Rv. 1920-24, 121. Gísli Gunnarsson: Upp er boðið tsaland,
253.