Saga - 1989, Page 146
144 IHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR Á TÍMUM
miklu meiri afla en hin einföldu handfæri. í Grundardómi frá 1581
segir m.a., að sýslumanni hafi verið ætlað
að rannsaka og eftir voru skyni fullnaðardóm á að leggja hver
nauðsyn eður nytsemi að vera á þeirri lóðaleggingu sem brúk-
uð hefur verið hér í Snæfellsnessýslu nú um nokkur umliðin ár
eður hvort nytsamlegra væri það þær vera af öllum brúkaðar
eða með öllu aflagðar.18
Ástæður dómsins eru taldar upp í fimm liðum, og þar segir m.a.:
að allir menn vildu leggja sig í búðarstöðu og til þeirra sem
þessar lóðir brúkuðu svo búandi menn í sveitinni fengu enga
vinnumenn því hver maður vildi ráða sér sjálfur í móti Pín-
ingsdómi . . . og öðrum dómum þeim sem um lausamenn eru
dæmdir . . . mikið ósamþykki . . . millum þeirra sem lóðir
höfðu og hinna sem þær höfðu ekki svo við lá að þar skyldi
hljótast meiri vandræði af . . . þar verður skaði af og horfist til
mikils ósamþykkis ef sumir hafa þær en sumir ekki.19
Niðurstaðan getu tæplega verið skýrari: Banna varð nýjungar til þess
að allir sætu áfram við sama borð. Hér var ekki um það að ræða, að
menn gætu nýtt sér auðlind hafsins „eins og hagkvæmt væri eftir
ástæðum hvers og eins", svo að enn sé vísað til orða Björns S. Stef-
ánssonar. Hér var það annað, sem réð afstöðu manna: Að halda jafn-
væginu óbreyttu, viðhalda fornum venjum.
VI
Björn S. Stefánsson nefndi í grein sinni í Sögu, að Páll Vídalín, sem
taldist til „betri bænda", hafi lagt til með rökstuddu áliti, um aldamót-
in 1700, að stofnaður yrði kaupstaður þar sem væru gerð út fimm
þilskip. Björn telur raunar sjálfur, að forsendur hafi skort til kaup-
staðamyndunar á 18. öld. Hann heldur því hins vegar fram, að „betri
bændur" og innlendir kaupmenn hafi farið út í útgerð strax og
aðstæður hafi breyst, þ.e. í upphafi 19. aldar. Hann virðist líta svo á,
að ekkert í löggjöf landsins, atvinnuháttum eða hugarfari manna hafi
hamlað gegn þróun sjávarútvegs, heldur hafi einungis skort efna-
hagslegar forsendur, svo sem peninga og markað.20
18 Alþingisbækur íslands I, Rv. 1912, 432-3,
19 Alþingisbækur íslands I, 433.
20 BjörnS. Stefánsson: „Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar . . .", 149-50.