Saga - 1989, Side 147
ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR Á TlMUM 145
Þegar litið er nánar á viðreisnartillögur Páls Vídalíns, kemur í ljós,
að þar er tæplega að finna stoð undir hugmyndir Bjöms um áhuga
„betri bænda" á almennri sjósókn og þéttbýli, eins og hér spratt upp
á 19. öld. Páll gerði aðeins ráð fyrir, að stofnað yrði eitt kauptún í
landinu og þaðan gerð út fimm þilskip í upphafi. í þessu litla kaup-
túni skyldi safnað saman förupiltum og öðmm fátæklingum, sem
erfitt ættu með að sjá sjálfum sér farborða til sveita. Markmið Páls var
því ekki síst að létta af bændum fátækraframfærslu, styrkja þannig
stétt sína efnahagslega og vinna jafnframt bug á eymd utangarðs-
manna. Kauptúnið skyldi vera eins konar „stofnun" (líkt vinnuhæl-
um í útlöndum), þar sem lausingjalýð landsins yrði fengið eitthvað
nytsamlegt að starfa og hann settur undir strangan aga yfirvalda um
líferni, störf og neyslu. Páll ætlaðist sýnilega til, að kauptúnið þrosk-
aðist nokkuð af þessu „stofnunarstigi", og hann taldi, að arðvænlegt
gæti verið fyrir bændur að leggja þar fé í nokkra útgerð. Þær skorður,
sem hann vildi setja þessari þéttbýlismyndun, sýna aftur á móti
glöggt, hve fráleitt væri að líta á tillögu hans sem hugmynd að meiri
háttar breytingum á atvinnu- og samfélagsháttum.21
VII
Ólafur Stefánsson, þá amtmaður, lagði til í fyrrnefndri ritgerð sinni
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna á íslandi", „að svo skynsamlega
hagað verði niðurraðan bjargræðisveganna, að allt landið mætti þar af
bæði hentug og langvinn not hafa . . .'/22 Er ljóst, að ekki vakti það
síst fyrir Ólafi með ritun verksins að vara við „ójafnvæginu", sem
hlytist af vaxandi þurrabúðarmennsku. Höfundur er ekki heldur í
neinum vafa um, að „sá mesti bjargræðisvegur sem ísland á, [er] sauðfjár-
aflinn . . .',23
Þann hygg ég helst til óaðgætinn, er eigi fær séð, hvílíka yfir-
burði að landgagn hafi yfir sjávarafla; engu að síður er hann þó
mikil Guðs gjöf, sem eigi má lítils meta, eður forsóma, heldur
álíta eins og gott bjargræðismeðal til vors lífsuppeldis . . . það
21 Um viðreisn íslands, Deo, regi, patriaell699H 768. Páll Vídalín samdi frumgerð 1699.
Jón Eiríksson endursamdi, jók og gaf út í Sórey 1768. Steindór Steindórsson frá
Hlöðum íslenskaði, Rv. 1985, sjá 39.-47. gr., 72-84.
22 Ölafur Stefánsson: „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna . . .", 114.
23 Ólafur Stefánsson: „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna . . .",116.
10-SAGA