Saga - 1989, Síða 148
146 ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR A TlMUM
væri því að veita skynseminni ofríki, ef nokkur legði þetta að
jöfnu, hugsaði, talaði eður skrifaði á þá leið.24
Að dómi Ólafs hlaut vaxandi sjávarútvegur þurrabúðarmanna að
stefna landbúnaði í voða með eyðingu jarða. Hvar ætluðu sjómenn í
þurrabúðum að verða sér úti um sjóklæði og holla fæðu, ef landbún-
aðar nyti ekki við? Hungurvofan vofði yfir, ef jafnvægið góða færi úr
skorðum:
Sjón var sögu ríkari, hversu þeim vegnaði, er sjóinn áttu að
sækja, en vantaði flest af þessu næstliðinn vetur; þeir stráféllu
eins og sauðfénaðurinn árinu fyrir.25
Af þessum orðum Ólafs Stefánssonar mætti ætla, að ástandið hafi
verið betra í sveitunum, þegar harðnaði á dalnum. Þetta stangast þó
mjög á við nýjustu rannsóknir Guðmundar Hálfdanarsonar sagn-
fræðings, sem komst að þeirri niðurstöðu, að mannfall í móðuharð-
indunum hafi verið meira í landbúnaðarhéruðunum en þurrabúðun-
um við sjávarsíðuna.25
Það er vissulega rétt hjá Birni S. Stefánssyni, að afkoma höfðingja
17. og 18. aldar hafi verið háð góðri afkomu almennings og bjargar-
skorturinn bitnað á heimilum þeirra.27 En hvað fór úrskeiðis í sveitun-
um í móðuharðindunum? Þá sem oftar sannaðist, að ekki var ætíð
mögulegt fyrir höfðingja að axla ábyrgð á lífi fólks í umsjá þeirra, og
líkur eru á að andstaða þeirra við þéttbýlismyndun við sjávarsíðuna
hafi aukið á neyð manna.
VIII
Hugmyndir Ólafs Stefánssonar um framfarir atvinnuveganna byggð-
ust vissulega að nokkru leyti á því að efla fiskveiðar, en það skyldi
aðeins gert með þeim hætti að ekki hallaði á landbúnaðinn.
Mundi nokkur meiri orsök til óorðu millum landsins bjarg-
ræðisvega til vera en hrakningar fólks að sjó úr sveitum, jarð-
anna þar af leiðandi eyðilegging og líftjón margra þeirra, er
gjöra slík skipti sjálfu sér og Iandinu til óbætandi skaða? . . .
24 Ólafur Stefánsson: „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna . . .",118-19.
25 Ólafur Stefánsson: „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna . . .", 120.
26 GuðmundurHálfdanarson: „Mannfall í Móðuharðindum." Skaftáreldar 1783-1784.
Ritgerðir og heimildir, Rv. 1984, 146.
27 Bjöm S. Stefánsson: „Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar . . .", 149.