Saga - 1989, Síða 149
ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR A TÍMUM 147
Hvílíkan skaða að konungurinn hafi á sínu jarðargóssh eins
og allir aðrir fasteignafyrirráðendur og eigendur við flökkun
fólks að sjó úr sveitum . . ,28
Auðvitað verður að hafa í huga ástand landsmála, þegar Ólafur skrif-
aði ritgerð sína. í kjölfar móðuharðinda voru íslendingar of fáir. F>ví
var það áhyggjuefni fyrir bændur, sem töldu ræktun landsins undir-
stöðu mannlífs, að fólk þyrptist í þurrabúðir við sjó.
Yrði landið nokkru sinni svo fólkmargt, að á allar jarðir og hjá-
leigur til sjós og sveita kæmist bygging aftur, og yrði þá enn
fólk umfram, er eigi gæti fengið grasnyt; þá fyrst ætti því að
leyfast seta í tómum húsum við sjó . . .29
Að mati framfaramannsins Ólafs Stefánssonar mátti með öðrum orð-
um fyrst nýta auðlind hafsins að fullu, eins og tækni þess tíma leyfði,
þegar allar jarðir landsins væru setnar og nóg af vinnufólki í sveitum:
má í stað þurrabúðafólks nota landvinnumenn til sjóróðra á
vetrartímanum . . . eins og brúkanlegt hefur verið hér um í
500 ár. Petta skaðar ekkert jarðarnytina . . .30
Með þessu móti var vinnufólkið nýtt á sem hagkvæmastan hátt af
bændum. Ólafur gerði ekki heldur ráð fyrir, að þurrabúðafólk eignað-
ist eigin báta, og taldi best, að enginn gerði „ráð fyrir þess skipa
útgerð".31 Eins og alkunna er, taldi Ólafur ekki aðeins, að „landið"
biði skaða af búðsetu við sjó, heldur væri siðferði og menningu
almennings stefnt í bráðan voða í þéttbýli:
sveitabændur er setjast að þurrum búðum við sjó, eru gjarnan
þeir ómennskufyllstu og þunglífustu. Þessir álíta iðjuleysi fyr-
ir lukku, en erfiði fyrir straff . . .32 Þar ríkir iðjuleysi, sjálfræði,
sundurþykki, illkvittni, drykkjuskapur, vondur munnsöfnuð-
ur, og mörg óhlutvendni, miklu fremur en á landsbyggðinni,
og við þetta eiga börnin að alast upp, áður en þau vita fótum
sínum forráð . . . Frá óhreinni keldu rennur óhreint
vatn . . ,33
Slíkur söngur hefur án efa haft áhrif á almenningsálitið, og fólk því
28 Ólafur Stefánsson:
29 Ólafur Stefánsson:
30 Ólafur Stefánsson:
31 Ólafur Stefánsson:
32 Ólafur Stefánsson:
33 Ólafur Stefánsson:
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna .
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna .
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna .
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna .
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna .
„Um Jafnvægi Bjargræðisveganna .
", 130.
", 169.
", 169.
", 168.
", 142.
.", 145-6.